já þetta var ansi löng og þreytandi helgi þannig að ég sleppti öllu bloggi sökum andleysi og þreytu o.s.frv.En nú er kominn mánudagur þannig að ég get skrifað um allt sem gerðist (eða ekki) um helgina, jei!
Hæst ber að sjálfsögðu Hrekkjavökupartý enskudeildarinnar á föstudagskvöldið. Hverjum datt í hug að hafa fyrsta vetrarveðrið akkúrat á þessum tíma? Ég og Lisa fórum sem sexy sixties chicks og ákváðum að gera okkur klárar heima hjá Lisu í Hafnarfirði (eins nálægt Álverinu í Straumsvík og þú kemst!) og það tók okkur bara klukkutíma að keyra þangað út af veðrinu! keyrðum fram hjá tveimur árekstrum (einn bíll valt á hliðina og einn fór upp á umferðareyju og var fastur í girðingunni) þannig að við keyrðum extra varlega! Eins og sjá má á myndasíðunni minni var stuð að setja á sig augnmálingu dauðans (augun á mér eru ennþá að jafna sig) og græja hárið var ekkert mál fyrir mig en aðeins meira mál hjá Lisu þar sem hárið hennar neitar að vera öðruvísi en slétt! Eftir klukkutíma akstur aftur niður í bæ var tjúttað til miðnættis en þá þurftum við að fara heim. Geðeikt kvöld með flottum búningum og skemmtilegum magadansi líka!
Laugardagurinn byrjaði svo ansi illa, var svo þreytt eftir partýið að ég sofnaði næstum því í strætó á leiðinni í vinnuna. Ég tók að mér að fylla á smávöruna áður en búðin opnaði og var því samtals í 18 klukkutíma í gímaldinu bláa og gula.. aðeins og mikið IKEA á einni helgi. Náði nú einhvern veginn að lifa daginn af á 4 klst. af svefni en lognaðist svo út af yfir miðri Royal Tenenbaums ... æ æ .. Gærdagurinn var nokkurn veginn eins, vinna, heim, borða, sofa. Og þess vegna var ég ekkert búin að blogga því í fyrsta lagi var ég þreytt og í öðru lagi var í raun lítið að blogga um!
Er reyndar búin að vera að kíkja á framboð bíómynda á Skjánum (adsl sjónvarpið mitt) og sá að ég get horft á Goonies fyrir 250 kall!! (hehe Íris, good times :)held maður verði nú samt að passa sig - ekki missa sig í myndirnar bara því manni leiðist!
það er eitthvað í gangi í bakgarðinum okkar. síðustu daga hefur ómur loftbors hljómað um hverfið og nú er þannig komið að við finnum fyrir hristingnum þegar þeir eru að brjóta upp bergið hérna niðri.. held þeir séu samt í pásu núna.. það er ótrúleg þögn í augnablikinu...
31. október 2005
28. október 2005
Hrekkjavaka
Eftir ótrúlega langan vinnudag í gær er ég loksins vöknuð og nokkurn veginn komin á fætur.. Stóð í barnadeildinni í gær og það var hreint ekki eins slæmt og maður var búin að heyra.. reyndar er víst mest að gera um helgar en börnin voru alveg hreint krúttleg.
Í dag er svo bíó í skólanum kl 11 og svo halloween partý hjá enskudeildinni á laugarveginum.. ef þið sjáið skrýtið fólk á vappi nálægt hlemmi þá eru það sem sagt enskunemar...
horfi út um gluggann og það er snjókoma og fok og leiðindi.. held ég taki strætó í skólann í dag
Í dag er svo bíó í skólanum kl 11 og svo halloween partý hjá enskudeildinni á laugarveginum.. ef þið sjáið skrýtið fólk á vappi nálægt hlemmi þá eru það sem sagt enskunemar...
horfi út um gluggann og það er snjókoma og fok og leiðindi.. held ég taki strætó í skólann í dag
26. október 2005
ritgerðir
ok,
er sem sagt komin niður úr gleðivímunni frá því á mánudaginn og komin aftur á jörðina :)Helst í fréttum er að ég er búin að fá samþykki fyrir ritgerðarefninu mínu í Hollywood Söngleikjum, hvernig stéttarskipting birtist í nokkrum vel völdum söngleikjum (jei!) þannig að nú á ég bara eftir að fá samþykkt efnið í bókmenntafræði.. fer í það í dag og vona að ég fái það samþykkt.. veit ekki alveg hvað ég geri annars í þessari blessuðu ritgerð...
jólin halda áfram að streyma í IKEA, meiri skreytingar á hverjum degi finnst mér og runan af fólki heldur áfram að lalla framhjá borðunum okkar og beint í skrautið.. voða lítið að gera líka undir mánaðarmótin en þá er líka bara meiri tími til að slúðra, heyra nýjustu vinnusögurnar og fleira og fleira..
Halloween partý eftir 2 daga, Lisa er á leiðinni til mín með búningahugmyndir.. hlakka til hlakka til hlakka til
p.s. Allar góðar hugsanir fara til Maríu minnar í dag sem er að fá nýtt brjóst!! vei vei! Til hamingju með Betty!! ;)
er sem sagt komin niður úr gleðivímunni frá því á mánudaginn og komin aftur á jörðina :)Helst í fréttum er að ég er búin að fá samþykki fyrir ritgerðarefninu mínu í Hollywood Söngleikjum, hvernig stéttarskipting birtist í nokkrum vel völdum söngleikjum (jei!) þannig að nú á ég bara eftir að fá samþykkt efnið í bókmenntafræði.. fer í það í dag og vona að ég fái það samþykkt.. veit ekki alveg hvað ég geri annars í þessari blessuðu ritgerð...
jólin halda áfram að streyma í IKEA, meiri skreytingar á hverjum degi finnst mér og runan af fólki heldur áfram að lalla framhjá borðunum okkar og beint í skrautið.. voða lítið að gera líka undir mánaðarmótin en þá er líka bara meiri tími til að slúðra, heyra nýjustu vinnusögurnar og fleira og fleira..
Halloween partý eftir 2 daga, Lisa er á leiðinni til mín með búningahugmyndir.. hlakka til hlakka til hlakka til
p.s. Allar góðar hugsanir fara til Maríu minnar í dag sem er að fá nýtt brjóst!! vei vei! Til hamingju með Betty!! ;)
24. október 2005
klapp klapp klapp
Ég held ég hafi sjaldan eða aldrei verið eins stolt af íslendingum eins og í dag. Í heilt ár hef ég fyllst vonleysi í hvert sinn sem samstaða er sýnd í verki annars staðar í heiminum - ekki vegna þess að samstaða sé slæm heldur vegna þess að íslendingar eru ekki mikið fyrir að hópast saman og virkilega sýna mátt sinn. En í dag varð breyting á.
Þar sem ég stóð upp á skólavörðuholti með vinkonum og systur minni fékk ég gæsahúð og hjartað mitt tók aukakippi annað slagið því ég var svo glöð yfir því hvað hægt er að gera ef fólk leggst bara á eitt og er ekki með leiðindi eða vesen. Ég veit að þetta var bara einn dagur en þvílíkur dagur.
ég er stolt af því að vera íslensk kona.
Þar sem ég stóð upp á skólavörðuholti með vinkonum og systur minni fékk ég gæsahúð og hjartað mitt tók aukakippi annað slagið því ég var svo glöð yfir því hvað hægt er að gera ef fólk leggst bara á eitt og er ekki með leiðindi eða vesen. Ég veit að þetta var bara einn dagur en þvílíkur dagur.
ég er stolt af því að vera íslensk kona.
22. október 2005
London myndir
ég var nú ekkert sérlega duglega að taka myndir en þær sem ég tók er ég nú búin að setja inn á FOTKI vefinn minn þannig að þið getið kíkt á þetta. Eva systir tók nú eitthvað meira af myndum og þið getið kíkt á hennar síðu líka ;)
er að læra í bókmenntafræðinni, fer í dinner klukkan sjö þannig að ég hef enn nokkra klukkutíma..
later...
er að læra í bókmenntafræðinni, fer í dinner klukkan sjö þannig að ég hef enn nokkra klukkutíma..
later...
21. október 2005
útilyktin af hárinu þínu
sit í skólanum.. nennti ekki að horfa á Band Wagon og ákvað í staðinn að vera fullorðin og vinna smá rannsóknarvinnu í tengslum við ritgerðirnar mínar.. ekki seinna vænna held ég ;)
Fór í nýju úlpunni minni og nýju skónum í bónus áðan - komst að því að úlpan er mjög hlý og nýju skórnir eru rosalega nýjir = blaðra á vinstri hælnum. Annars held ég að ég sé búin að máta öll fötin mín aftur.. svei mér þá ef þau eru ekki bara fabulous ;)
Ágætis helgi framundan, hitti Christine á kaffihúsi í kvöld og eflaust Lisu seinna í kvöld; á laugardaginn er svo árshátíð Lyfja og Heilsu og er mér boðið í dýrindis mat og tilheyrandi á hótel Sögu og líka afmælispartý hjá Ólöfu sem vinnur með mér í Íkjea og á sunnudaginn ætlum við að hafa góðan sunday dinner og eld Bayonnes skinku með tilheyrandi gúmmelaði :)er sem sagt ekki að vinna og ætti því að geta byrjað á ritgerðunum - alla vega beinagrindunum..
já og María Erla, fólkið fyrir framan mig í flugvélinni var svo ömurlega leiðinlegt að til að forðast að verða jafn leiðinleg og þau hlustaði ég á 'Takk' plötuna með Sigur Rós aftur og aftur og kann hana núna frá byrjun til enda, :)
góða helgi!
Fór í nýju úlpunni minni og nýju skónum í bónus áðan - komst að því að úlpan er mjög hlý og nýju skórnir eru rosalega nýjir = blaðra á vinstri hælnum. Annars held ég að ég sé búin að máta öll fötin mín aftur.. svei mér þá ef þau eru ekki bara fabulous ;)
Ágætis helgi framundan, hitti Christine á kaffihúsi í kvöld og eflaust Lisu seinna í kvöld; á laugardaginn er svo árshátíð Lyfja og Heilsu og er mér boðið í dýrindis mat og tilheyrandi á hótel Sögu og líka afmælispartý hjá Ólöfu sem vinnur með mér í Íkjea og á sunnudaginn ætlum við að hafa góðan sunday dinner og eld Bayonnes skinku með tilheyrandi gúmmelaði :)er sem sagt ekki að vinna og ætti því að geta byrjað á ritgerðunum - alla vega beinagrindunum..
já og María Erla, fólkið fyrir framan mig í flugvélinni var svo ömurlega leiðinlegt að til að forðast að verða jafn leiðinleg og þau hlustaði ég á 'Takk' plötuna með Sigur Rós aftur og aftur og kann hana núna frá byrjun til enda, :)
góða helgi!
20. október 2005
Le ferðasaga
Jæja.. var ég ekki búin að lofa sögu hérna á blogginu?
Á laugardaginn flaug ég sem sagt út til London. Ég lenti fyrir aftan svona líka skemmtilegt fólk þannig að ég sat með geislaspilarann minn allan tímann og er þekki nú ‘Takk’ alveg fram og tilbaka. Eftir að hafa dröslað töskunni niður í kjallara á flugvellinum náði ég Stanstead express lestinni og tók litla systir mín á móti mér á Liverpool Street station. Þaðan áttum við svo eftir 25 mín í lest að hótelinu okkar og það var ekki kalt úti!!
Klukkan var orðin svo rosalega margt að við tókum því bara extra rólega, fengum okkur að borða og löbbuðum aðeins um Bayswater og svona..
Sunnudagurinn var æðislegur! Eftir rólegan morgun þar sem við gengum um hverfið okkar hentumst við í lest til að fara og borða á Fifteen. Því miður lá svarta línan (norhtern) niðri þann daginn því kallarnir voru í verkfalli. Þeim fannst ekki nóg að fá rúmar 3 milljónir á ári fyrir að sitja fremst og ýta á start og stopp. En jæja.. við náðum nú að hitta Grétar Stein og Mörtu kærustu hans og skunduðum upp að veitingastaðnum – sem við misstum næstum því af því hann er falinn í lítilli götu sem telst vart meira en húsasund!! Við fengum frábær sæti, sáum inn í eldhúsið og alla litlu kokkana og fengum líka æðislegan mat (og við fengum að eiga matseðlana ;) Við komumst líka að því að Jamie á ekki veitingastaðinn lengur heldur á hann bara hugmyndina og kemur því sjaldan inn á staðinn bú hú.. hheeh Eftir matinn ætluðum við í Camden en vegna verkfalls kallanna var það orðið svo flókið að við fórum bara í staðinn á High Street Kensington þar sem veskið var tekið upp í ansi oft! Plönuðum svo næsta dag og horfðum á Spider man í sjónvarpinu
Mánudagurinn var án efa erfiðasti dagur sem ég hef upplifað lengi! Við fórum strax á Oxfrod Street um 10 um morguninn og vorum þar til 6 um kvöldið! Við löbbuðum búð úr búð og versluðum fyrir ansi mikinn pening en vorum sjúklega sáttar þegar við vorum búnar að þessu. Fórum svo á Leicester square til að fá okkur að borða með Grétari Steini og sáum næstum því Tim Burton og Johnny Depp því það var frumsýning á Corpse Bride.. Burton var nýlabbaður framhjá og eftir 20 mín bið þegar Deppinn var ekki búinn að láta sjá sig löbbuðum við í burtu.. Já, maður þarf að vera ansi þreyttur og svangur til þess að labba frá stórstjörnu skal ég segja ykkur ;) Fengum frábæran mat á T.G.I. Fridays þar sem ástralskur þjónn reyndi að heilla okkur upp úr skónum (enda fékk hann ágætis tip frá okkur) og fórum svo snemma að sofa enda uppgefnar.
Þriðjudagurinn var svo síðasti dagurinn í Lundúnum að sinni. Vöknuðum tíu mínútur í 9 við brunabjölluna á hótelinu en það reyndist víst bara hrekkur.. þar sem við vorum vaknaðar ákváðum við samt að skella okkur í Whiteleys, lítið moll hjá hótelinu og kaupa síðustu gjafirnar . Þar hittum við mann frá Suður Afríku sem sagðist hafa hitt íslending í apóteki einhvern tímann og komist að því að þeir töldu eins upp að 10.. asninn ég lét hann ekki telja fyrir mig.. verð víst bara að trúa honum :)
Við eyddum svo deginum í að skoma Westminster Abbey með ágætri söguleiðsögn frá Grétari og er ég nú fróðari um alla Hinrikana og Ríkharðana og Ellu drottningarnar sem eru grafnar þarna og ég held ég hafi frætt hann aðeins um nokkra rithöfundana í Poets Corner.. sweet.
Við ætluðum svo í London eye en hryllti við að eyða restinni af deginum í biðraðir. Fengum okkur vöfflu og göngutúr um svæðið í staðinn. Áttum svo alltaf eftir að græja Tax Free frá H&M þannig að við brunuð á Tottenham Court Road og fundum næstu búð sem græjaði það fyrir okkur og hlupum svo nánast í næstu lest því við áttum að sjálfsögðu eftir að ná í töskurnar og koma okkur í Stanstead lestina! Náðum á síðustu stundum og allt eftir það er eiginlega í þoku. Náðum að hálfsofa alla leiðina heim þar sem beið okkar sjúklega þykk þoka.
Í raun var frekar heitt allan tímann sem við vorum þarna, ringdi bara á nóttunni en við spókuðum okkur í sól og blíðu inn á milli búða ;) Er nú samt ótrúlega fegin að vera komin heim – Ég náði í raun bara að vaka í 8 klst. í gær því ég var svo þreytt og illt í líkamanum og með sjúklegan hausverk... en ´núna, eftir ansi mikinn svefn er ég til í slaginn, búin að kaupa miða á Sigur Rósar tónleikana, (rétt náði miða í stúku) og ætla að klæða mig í eitthvað af þessum nýju fötum!!
Túdelú öll sömul
Á laugardaginn flaug ég sem sagt út til London. Ég lenti fyrir aftan svona líka skemmtilegt fólk þannig að ég sat með geislaspilarann minn allan tímann og er þekki nú ‘Takk’ alveg fram og tilbaka. Eftir að hafa dröslað töskunni niður í kjallara á flugvellinum náði ég Stanstead express lestinni og tók litla systir mín á móti mér á Liverpool Street station. Þaðan áttum við svo eftir 25 mín í lest að hótelinu okkar og það var ekki kalt úti!!
Klukkan var orðin svo rosalega margt að við tókum því bara extra rólega, fengum okkur að borða og löbbuðum aðeins um Bayswater og svona..
Sunnudagurinn var æðislegur! Eftir rólegan morgun þar sem við gengum um hverfið okkar hentumst við í lest til að fara og borða á Fifteen. Því miður lá svarta línan (norhtern) niðri þann daginn því kallarnir voru í verkfalli. Þeim fannst ekki nóg að fá rúmar 3 milljónir á ári fyrir að sitja fremst og ýta á start og stopp. En jæja.. við náðum nú að hitta Grétar Stein og Mörtu kærustu hans og skunduðum upp að veitingastaðnum – sem við misstum næstum því af því hann er falinn í lítilli götu sem telst vart meira en húsasund!! Við fengum frábær sæti, sáum inn í eldhúsið og alla litlu kokkana og fengum líka æðislegan mat (og við fengum að eiga matseðlana ;) Við komumst líka að því að Jamie á ekki veitingastaðinn lengur heldur á hann bara hugmyndina og kemur því sjaldan inn á staðinn bú hú.. hheeh Eftir matinn ætluðum við í Camden en vegna verkfalls kallanna var það orðið svo flókið að við fórum bara í staðinn á High Street Kensington þar sem veskið var tekið upp í ansi oft! Plönuðum svo næsta dag og horfðum á Spider man í sjónvarpinu
Mánudagurinn var án efa erfiðasti dagur sem ég hef upplifað lengi! Við fórum strax á Oxfrod Street um 10 um morguninn og vorum þar til 6 um kvöldið! Við löbbuðum búð úr búð og versluðum fyrir ansi mikinn pening en vorum sjúklega sáttar þegar við vorum búnar að þessu. Fórum svo á Leicester square til að fá okkur að borða með Grétari Steini og sáum næstum því Tim Burton og Johnny Depp því það var frumsýning á Corpse Bride.. Burton var nýlabbaður framhjá og eftir 20 mín bið þegar Deppinn var ekki búinn að láta sjá sig löbbuðum við í burtu.. Já, maður þarf að vera ansi þreyttur og svangur til þess að labba frá stórstjörnu skal ég segja ykkur ;) Fengum frábæran mat á T.G.I. Fridays þar sem ástralskur þjónn reyndi að heilla okkur upp úr skónum (enda fékk hann ágætis tip frá okkur) og fórum svo snemma að sofa enda uppgefnar.
Þriðjudagurinn var svo síðasti dagurinn í Lundúnum að sinni. Vöknuðum tíu mínútur í 9 við brunabjölluna á hótelinu en það reyndist víst bara hrekkur.. þar sem við vorum vaknaðar ákváðum við samt að skella okkur í Whiteleys, lítið moll hjá hótelinu og kaupa síðustu gjafirnar . Þar hittum við mann frá Suður Afríku sem sagðist hafa hitt íslending í apóteki einhvern tímann og komist að því að þeir töldu eins upp að 10.. asninn ég lét hann ekki telja fyrir mig.. verð víst bara að trúa honum :)
Við eyddum svo deginum í að skoma Westminster Abbey með ágætri söguleiðsögn frá Grétari og er ég nú fróðari um alla Hinrikana og Ríkharðana og Ellu drottningarnar sem eru grafnar þarna og ég held ég hafi frætt hann aðeins um nokkra rithöfundana í Poets Corner.. sweet.
Við ætluðum svo í London eye en hryllti við að eyða restinni af deginum í biðraðir. Fengum okkur vöfflu og göngutúr um svæðið í staðinn. Áttum svo alltaf eftir að græja Tax Free frá H&M þannig að við brunuð á Tottenham Court Road og fundum næstu búð sem græjaði það fyrir okkur og hlupum svo nánast í næstu lest því við áttum að sjálfsögðu eftir að ná í töskurnar og koma okkur í Stanstead lestina! Náðum á síðustu stundum og allt eftir það er eiginlega í þoku. Náðum að hálfsofa alla leiðina heim þar sem beið okkar sjúklega þykk þoka.
Í raun var frekar heitt allan tímann sem við vorum þarna, ringdi bara á nóttunni en við spókuðum okkur í sól og blíðu inn á milli búða ;) Er nú samt ótrúlega fegin að vera komin heim – Ég náði í raun bara að vaka í 8 klst. í gær því ég var svo þreytt og illt í líkamanum og með sjúklegan hausverk... en ´núna, eftir ansi mikinn svefn er ég til í slaginn, búin að kaupa miða á Sigur Rósar tónleikana, (rétt náði miða í stúku) og ætla að klæða mig í eitthvað af þessum nýju fötum!!
Túdelú öll sömul
19. október 2005
heil á húfi
komin heim, heil á höldnu ...eða eitthvað :) of þreytt til að hugsa, hvað þá deila sögum.. lofa betrun á morgun..eða eftir.. það er víst kominn nýr dagur...
15. október 2005
Í augnablikinu gæti verið slökkt á farsímanum
er að ganga frá síðustu hlutunum, London awaits.
sjáumst!
sjáumst!
14. október 2005
taugaspenna
úff.. ok.. Eva systir er komin út og ég er að verða spenntari með hverju augnablikinu sem líður! veit varla hvað ég á af mér að gera þangað til eitt á morgun!!!
Fór nú í hollywood musicals í dag og horfði á Singin' in the Rain sem kom mér alveg skemmtilega á óvart. Mikið rosalega var Gene Kelly myndarlegur maður - fékk alveg hroll bara. *hrollur* ahh já.. fór svo í kaffi með Írisi Helgu vinkonu og endaði á borgarbókasafninu þar sem ég nældi mér loksin í Óskar og Bleikklædda konan og Milarepa ásamt 2 litlum bókum um London sem ég hyggst glugga í í flugvélinni :) Fór líka í bankann og náði í smá gjaldeyri- svona í lestina og þess háttar smotterí ;)
Var að ljúka við síðusta þáttinn í syrpu 2 af OC og horfði svo gott betur á fyrstu 4 þættina í syrpu 3!! ó já, talandi um að vera sjónvarpsfíkill :D
er að klára að pakka niður.. held ég verði að hoppa aðeins með íþróttaálfinum til að ná mér niður,
áfram latibær!
Fór nú í hollywood musicals í dag og horfði á Singin' in the Rain sem kom mér alveg skemmtilega á óvart. Mikið rosalega var Gene Kelly myndarlegur maður - fékk alveg hroll bara. *hrollur* ahh já.. fór svo í kaffi með Írisi Helgu vinkonu og endaði á borgarbókasafninu þar sem ég nældi mér loksin í Óskar og Bleikklædda konan og Milarepa ásamt 2 litlum bókum um London sem ég hyggst glugga í í flugvélinni :) Fór líka í bankann og náði í smá gjaldeyri- svona í lestina og þess háttar smotterí ;)
Var að ljúka við síðusta þáttinn í syrpu 2 af OC og horfði svo gott betur á fyrstu 4 þættina í syrpu 3!! ó já, talandi um að vera sjónvarpsfíkill :D
er að klára að pakka niður.. held ég verði að hoppa aðeins með íþróttaálfinum til að ná mér niður,
áfram latibær!
13. október 2005
Hi, this is Jamie...
skemmtilegar fréttir í tengslum við london,
náði að bóka borð fyrir okkur í lunch á Fifteen á sunnudaginn (jei!) og eftir það liggur leið okkar í Camden þar sem veskið verður örugglega tekið upp einu sinni eða tvisvar ;)
fékk líka góðar fréttir frá lækninum mínum- það er ekkert að mér, alla vega ekkert sem hann sér þannig að ég er sem sagt hress.. sem fress..
er á leiðinni í vinnuna, í jólaskrautið og geislabauginn yfir stöðinni minni - fer ósjálfrátt að humma jólalög.. hmm hmm hmm, hmm hmm hmm, hmm hmmm hmmmmmmm hm hmmmmmmmmmm...
náði að bóka borð fyrir okkur í lunch á Fifteen á sunnudaginn (jei!) og eftir það liggur leið okkar í Camden þar sem veskið verður örugglega tekið upp einu sinni eða tvisvar ;)
fékk líka góðar fréttir frá lækninum mínum- það er ekkert að mér, alla vega ekkert sem hann sér þannig að ég er sem sagt hress.. sem fress..
er á leiðinni í vinnuna, í jólaskrautið og geislabauginn yfir stöðinni minni - fer ósjálfrátt að humma jólalög.. hmm hmm hmm, hmm hmm hmm, hmm hmmm hmmmmmmm hm hmmmmmmmmmm...
12. október 2005
..... and back again
komin aftur í borg óttans með hálsbólgu og tilheyrandi vanlíðan. nældi mér í skemmtileg veikindi heima á akureyri en maður verður bara að hrista þetta af sér og horfa fram á við, nánar tiltekið á laugardaginn!!!
já það styttist óðum í Lundúna ferðalag okkar Evu og það er erfitt að sjá hvor okkar er spenntari! ætla að kíkja á ferðatösku hjá henni í kvöld því ég er alveg sannfærð um að mín er allt of lítil fyrir þessa reisu...
hef komist að því að síðan ég byrjaði að vinna hjá núverandi vinnuveitanda mínum hef ég lent í mörgum umræðum og lagerstöðu og lagerkerfi fyrirtækisins og hvers vegna hlutirnir séu aldrei til. þetta er stundum fyndið en stundum er það hreinlega þreytandi að þurfa að miðla upplýsingum sem fyrirtækið sjálft ætti í raun að vera að gera. en svona er þetta.
sit á náttsloppnum fyrir framan skjáinn, með netlute og vona að mér batni.. nenni ekki að vera lasin...
já það styttist óðum í Lundúna ferðalag okkar Evu og það er erfitt að sjá hvor okkar er spenntari! ætla að kíkja á ferðatösku hjá henni í kvöld því ég er alveg sannfærð um að mín er allt of lítil fyrir þessa reisu...
hef komist að því að síðan ég byrjaði að vinna hjá núverandi vinnuveitanda mínum hef ég lent í mörgum umræðum og lagerstöðu og lagerkerfi fyrirtækisins og hvers vegna hlutirnir séu aldrei til. þetta er stundum fyndið en stundum er það hreinlega þreytandi að þurfa að miðla upplýsingum sem fyrirtækið sjálft ætti í raun að vera að gera. en svona er þetta.
sit á náttsloppnum fyrir framan skjáinn, með netlute og vona að mér batni.. nenni ekki að vera lasin...
10. október 2005
sum sum
kannski kominn tími á öppdeit?
Kom heim á fimmtudaginn í rigningu, internetleysi og hafði gleymt skólabókunum - en samt gott að koma heim :) Þrátt fyrir snjókomu undanfarna daga hef ég náð að tjútta með Önnu Möggu minni, föndra eitt piparkökuhús úr efni (mjööög flott), passa Ágúst Óla, séð systur mína flytja í nýtt hús og náð mér í hálsbólgu! og ég á eftir að vera hérna í heilan dag í viðbót - excellent work ;)
Fór svo til læknis í morgun (þess vegna er ég vakandi svona snemma) til að tékka á blóðinu mínu og svona.. vona að þetta sé bara ímyndun í mér og það sé ekkert að mér nema léleg blóðrás og ekki nægur svefn.
Ætla að eyða deginum í meira föndur, svefn og almenna afslöppun svo ég eigi nú einhverja orku eftir þegar ég fer til London næstu helgi :D
Kom heim á fimmtudaginn í rigningu, internetleysi og hafði gleymt skólabókunum - en samt gott að koma heim :) Þrátt fyrir snjókomu undanfarna daga hef ég náð að tjútta með Önnu Möggu minni, föndra eitt piparkökuhús úr efni (mjööög flott), passa Ágúst Óla, séð systur mína flytja í nýtt hús og náð mér í hálsbólgu! og ég á eftir að vera hérna í heilan dag í viðbót - excellent work ;)
Fór svo til læknis í morgun (þess vegna er ég vakandi svona snemma) til að tékka á blóðinu mínu og svona.. vona að þetta sé bara ímyndun í mér og það sé ekkert að mér nema léleg blóðrás og ekki nægur svefn.
Ætla að eyða deginum í meira föndur, svefn og almenna afslöppun svo ég eigi nú einhverja orku eftir þegar ég fer til London næstu helgi :D
6. október 2005
5. október 2005
af flensu-einkennum og hetjum
er með væg einkenni flensunnar eftir sprautuna í gær og lá í hálfgerðu móki í hollywood söngleikjum í dag.. endaði með því að fá frí í vinnunni þar sem ég sá ekki fram á að vera nægilega hress til þess að standa þar í 4 klukkutíma og brosa...
keypti Vikuna áðan því hún María mín var í viðtali ásamt fleiri ungum konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Margt af því sem kom fram í greininni vissi ég fyrir en áttaði mig samt á því hversu ótrúlega sterk hún er og hversu stolt ég er af því að vera vinkona hennar. hlakka til að faðma hana þegar hún kemur heim frá Japan :)
hef verið að hlusta á Push the Button með Chemical Brothers undanfarna daga.. ekki frá því að hann sé með betri diskum sem ég hef heyrt lengi - þ.e. af þess háttar tónlist.. ekki spillir fyrir þegar lögin hafa aukna merkingu út af skondnum atriðum í þáttum (í einum O.C er snilldar atriði með laginu Marvo Ging) eða frábærum myndböndum (Galvanize).. En þegar tónist vekur upp með manni orku sem maður hélt að maður ætti ekki til - priceless
ætla að leggjast í bólið og vona að hitinn og skjálftinn hverfi..
keypti Vikuna áðan því hún María mín var í viðtali ásamt fleiri ungum konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Margt af því sem kom fram í greininni vissi ég fyrir en áttaði mig samt á því hversu ótrúlega sterk hún er og hversu stolt ég er af því að vera vinkona hennar. hlakka til að faðma hana þegar hún kemur heim frá Japan :)
hef verið að hlusta á Push the Button með Chemical Brothers undanfarna daga.. ekki frá því að hann sé með betri diskum sem ég hef heyrt lengi - þ.e. af þess háttar tónlist.. ekki spillir fyrir þegar lögin hafa aukna merkingu út af skondnum atriðum í þáttum (í einum O.C er snilldar atriði með laginu Marvo Ging) eða frábærum myndböndum (Galvanize).. En þegar tónist vekur upp með manni orku sem maður hélt að maður ætti ekki til - priceless
ætla að leggjast í bólið og vona að hitinn og skjálftinn hverfi..
needle in the hay
fékk flensusprautu í dag í apótekinu. ákvað að nýta mér þetta þar sem konan mætti hreinlega á svæðið með pakka af bóluefni og bauð okkur starfsfólkinu upp á smá nálastungu. fann til í vinstri hendinni í allan dag og er rétt núna búin að losna við bólguna og roðan sem var í kringum stunguna.
þreytan og kuldinn halda áfram að leiðast hönd í hönd og næ ég varla góðum nætursvefni þó ég reyni mitt besta. er búin að panta annan tíma hjá lækni - best að fá þetta á hreint með skjaldkirtilinn. hver veit nema ég hressist við, bara vegna þess að ég á pantaðan tíma hjá lækni.. merkilegt hvað það gerist oft.
bakaði súkkulaðiböku í kvöld. er ekki ennþá búin að smakka hana því hún er enn að setjast.. það gerist líka merkilega oft- hlutirnir taka lengri tíma en gefinn er upp í matreiðslubókum.
verð að reyna að sofna.. verð að sofa vel... verð að hvílast...
þreytan og kuldinn halda áfram að leiðast hönd í hönd og næ ég varla góðum nætursvefni þó ég reyni mitt besta. er búin að panta annan tíma hjá lækni - best að fá þetta á hreint með skjaldkirtilinn. hver veit nema ég hressist við, bara vegna þess að ég á pantaðan tíma hjá lækni.. merkilegt hvað það gerist oft.
bakaði súkkulaðiböku í kvöld. er ekki ennþá búin að smakka hana því hún er enn að setjast.. það gerist líka merkilega oft- hlutirnir taka lengri tíma en gefinn er upp í matreiðslubókum.
verð að reyna að sofna.. verð að sofa vel... verð að hvílast...
3. október 2005
dansk bryllup
já krakkar mínir,
haldiði ekki að Eva Stína vinkona mín hafi ekki látið pússa sig saman við danann sinn á laugardaginn! Það sem virtist vera sáraeinföld skírnarathöfn fyrir Óskar Smára breyttist í brúðkaup með tilheyrandi andköfum og hissa-svip á mannskapnum í kirkjunni! Innilega til hamingju Eva Stína mín og til lykke Anders med familien:)
á svona stundum samgleðst maður vinum sínum... en áttar sig líka á því hversu einn maður er... reyni nú að láta gleðina ná yfirhöndinni og vona að ég fái að hitta þau sem fyrst..:)
haldiði ekki að Eva Stína vinkona mín hafi ekki látið pússa sig saman við danann sinn á laugardaginn! Það sem virtist vera sáraeinföld skírnarathöfn fyrir Óskar Smára breyttist í brúðkaup með tilheyrandi andköfum og hissa-svip á mannskapnum í kirkjunni! Innilega til hamingju Eva Stína mín og til lykke Anders med familien:)
á svona stundum samgleðst maður vinum sínum... en áttar sig líka á því hversu einn maður er... reyni nú að láta gleðina ná yfirhöndinni og vona að ég fái að hitta þau sem fyrst..:)
orkusuga
september búinn, október nýbyrjaður.. fyndið hvað tíminn líður hratt!
Helgin fór að langmestu leyti í það að vinna og vinna svo aðeins meira.. það er alveg ótrúlegt hvað maður verður þreyttur af því að vinna þarna - fólkið sýgur alveg úr manni orkuna svo maður á ekkert eftir handa sjálfum sér..
Náði nú samt að kíkja í bíó á laugardeginum á The League of Gentlemen's Apocalypse og flissaði ansi mikið yfir henni!
Í dag og næstu 3 daga verð ég einni á kafi í vinnu og skóla en á fimmtudaginn fer ég norður í 5 daga svo það verður ansi ljúft..
bleble í bili
Helgin fór að langmestu leyti í það að vinna og vinna svo aðeins meira.. það er alveg ótrúlegt hvað maður verður þreyttur af því að vinna þarna - fólkið sýgur alveg úr manni orkuna svo maður á ekkert eftir handa sjálfum sér..
Náði nú samt að kíkja í bíó á laugardeginum á The League of Gentlemen's Apocalypse og flissaði ansi mikið yfir henni!
Í dag og næstu 3 daga verð ég einni á kafi í vinnu og skóla en á fimmtudaginn fer ég norður í 5 daga svo það verður ansi ljúft..
bleble í bili
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)