16. ágúst 2005
it can't rain all the time!
María mín reyndis sannspá í gær þegar hún vitnaði í 'the crow' því í morgun birtust tveir píparar heima hjá mér og höfðu með sér ein fallegustu blöndunartæki sem ég hef séð í langan tíma! Eftir mikla reikistefnu varðandi vatnskassann á klósettinu varð niðurstaðan sú að ég fæ nýtt klósett líka!! Á meðan ég sit hérna í vinnunni og pikka þetta inn eru þeir Sölvi og Bjarki (minnir mig) að versla nýja pósturlínsskál handa mér og verða búnir að setja hana upp þegar ég kem heim úr vinnunni. Stundum gerast góðir hlutir líka :D
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
jei!!! en spennandi :D
þó myndin 'the crow' hafi kannski ekki verið upp á marga fiska þá man ég alltaf eftir þessari setningu úr henni ... frekar fyndið :)
hehe já ég er alveg sammála
Sölvi og Bjarki?? heita pípararnir það? en fyndið, frændi minn sem var að gifta sig í Finnlandi heitir einmitt Sölvi og bróðir hans sem var svaramaður heitir Bjarki...en þeir eru ekki píparar heldur kokkar...og eru báðir enn staddir í Finnlandi svo tæpast eru þeir að pípast í hjáverkum... :)
hehhe nei sennilegast ekki! fyndin tilviljun samt! Já og velkomin heim frá Suomi!
Skrifa ummæli