hmm já.. hvað get ég sagt ykkur skemmtilegt? Fór í gær og hitti stelpurnar úr þýðingafræðinni og var þetta fyrsti hittingur með okkur öllum síðan í maí þannig að það þurfti að ræða ýmis mál, s.s. trúlofun Ellu Maju, útgefna þýðingu Maju í Ritinu, blaðaskrif Berglindar í Mogganum, Brennuboltalið Guðrúnar og 11.000 kr hárið á Ólöfu! Mér til mikillar ánægju sögðu þær allar að ég liti ógisslega vel út og væri greinilega búin að leggja af.. jei! It's working people, it's working!
annars er ég voða mikið í afslöppun eitthvað.. er að vinna í handavinnuhrúgunni minni og svei mér þá ef ég er ekki bara að ná að klára nokkur verkefni! Alltaf gott að klára eitthvað sem er búið að velkjast fyrir manni í langan tíma og svo á maður þá líka fallega hluti eða gjafir til að splæsa á fólk til hátíðarbrigða ;) Svo er líka heimsmeistaramót í frjálsum í hinu kalda Helsinki þar sem rignir hundum og köttum (fyndið orðalag samt) og ekki leiðinlegt að horfa á fólk sem er í besta formi lífs síns setja met og eiga heiminn í nokkrar mínútur.
fékk jólalag á heilann um helgina og fór strax að hugsa um jólakort og jólaföndur.. er það ekki samt full snemmt? ég meina, ágúst er ekki einu sinni hálfnaður! kannski er ég farin að aðhyllast hana Mörthu vinkonu of mikið - 'planning is everything'!
10. ágúst 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sveimérþá ef þú ert ekki bara á undan mömmu:D
... nema hún þori bara ekki að minnast á jólaundirbúninginn fyrr en eftir 20. ágúst, hún er að minnsta kosti búin að koma inn einni umræðu um jólaskipulag fyrir 1. sept á hverju ári.
Ég veit semsagt yfirleitt hvar ég verð og hvað ég borða í öll mál frá 20. des til 6.jan fyrir 15. sept á hverju ári;-)
bwahahahah! Ég ætti kannski bara að stofna jólaklúbb með mömmu þinni... góð hugmynd ;)
Skrifa ummæli