Ég fór að lesa bloggið mitt síðan í maí og þar til dagsins í dag. Það kemur mér alltaf jafn skemmtilega á óvart hvað ég hef í raun skrifað því mér finnst ég alltaf skrifa svo lítið sem máli skiptir. En það skiptir máli fyrir mig. Þess vegna er ég að þessu. Alla, veganna þá fann ég færslu síðan í maí þar sem ég taldi upp 5 bækur sem ég hef alltaf ætlað að lesa en aldrei haft 'tíma' eða verið í 'réttu skapi' fyrir þær. Ég áttaði mig snarlega á að ef ég gæfi mér ekki tíma eða stillti mig inn á skapið þá myndi ég sjálfsagt aldrei drattast til að lesa þær.. nema ef ske kynni að ég lenti inni á spítala í lengri tíma og gæti bara legið á bakinu og klórað mér í nefinu.. hmm já..
Ég fann sem sagt listann yfir þessar bækur og var hann svona:
- Anna Karenina – L. Tolstoj
- Don Kíkóti - Cervantes
- One hundred years of solitude - G.G. Marques
- On the road (Á vegum úti) - J. Kerouac
- The Catcher in the Rye – J.D. Salinger
Fór á borgarbókasafnið eftir vinnu og náði mér í Anna Karenina og Catcher og er byrjuð á þeirri síðari. Hún er styttri og fyndnari og mér fannst líklegra að ég gæfist ekki upp á henni í fyrstu tilraun. Svo finnst mér líka skemmtileg saga bakvið Salinger, hvernig hann kaus að yfirgefa það líf sem hann datt inn í með skrifum sínum og er einn frægasti rithöfundur heims í felum (ef við skiljum Rushdie útundan því come on, hann er nú ekki beint í 'felum').Held ég nái bráðum að strika yfir þessa bók á listanum með góðri samvisku...
Ísskápsleysi heldur áfram að hrella okkur. Fáum ekki annan fyrr en á mánudaginn. Ég er að bilast. En svona er þetta. Næ sem betur fer að geyma mat í vinnunni þannig að ég borða alla vega eitthvað ferskt og kalt á hverjum degi!
Verð að vinna í apótekinu á morgun út af menningarnóttinni í bænum og fer svo í IKEA á sunnudaginn og verð víst í skrifstofudeildinni.
Skrifborð og stólar here I come...
19. ágúst 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
ohhh ég elska j.d. salinger. frankie & zooey er ein af mínum uppáhalds.. á líka nine stories eftir hann - both yours to borrow if ya want ;)
róleg maría - ehemm - bókin heitir sem sagt franny & zooey ... ein alveg að flýta sér!
ooh, ég sé þig bráðum í Ikea... ég skal koma með eitt svona rosalega "complicated question" um skrifstofuborð eða eitthvað... "Excuse me Miss, could you tell me where the tree was cut down that provided Ikea with the material for this particular desk?" eða "Sorry to trouble you Miss, but could you order me a bed that's 100 cm by 50 cm for my vertically-challeneged 18 year-old son?" Ah, hours of entertainment! Gangi þér vel!! :-)
Bwahahaha! Lísa þú ert snillingur! Hlakka til að finna svör við þessum spurningum! Já og María, ég vil endilega fá lánaða Franny og Zooey, hef heyrt rosa góða hluti um hana!
hæ hæ
Verður maður ekki samt líka að vera með smá stafla af bókum til að lesa seinna;) ég hef einmitt ákveðið að lesa loksins wuthering heights eftir lokaverkefnið og líka life of pi, sem ég drattaðist aldrei til að kaupa mér fyrr en í vor. En Önnu Karenínu geymi ég í nokkur ár í viðbót, sá leikritið um árið og hef ekki getað hugsað mér að lesa hana eftir það, þvílík sápa/sænskt melódrama vonandi er bókin betri! Hmmm... svo eru það allar homma-bókmenntirnar sem Aidan vinur minn hefur verið að gefa mér í afmælisgjafir síðan 2000... hef einhvern veginn ekki gefið mér tíma í þær, en langar svoldið að lesa the swimmingpool library í vetur þannig að ef ég klára hana þá er það 1 down and 5 to go:D
Ég er að minnsta kosti alveg að sjá að við komum af stað bókaklúbbi þegar ég kem heim!
já! Bókaklúbbur alveg það besta! Ég er líka til í að lesa Swimming pool library.. sá hana á bókasafninu en tók hana ekki vegna fyrrnefndra meistaraverka.. kannski það verði bara fyrsta bókin í klúbbnum hjá okkur?
Geggjað - þá er það ákveðið!!
Ekki samt níðast á mér - ég veit ekkert um tákn og svoleiðis:þ
Skrifa ummæli