25. desember 2004

jólaboð

Vaknaði í morgun um kl. 10, svaf vel og naut þess að vakna og sjá ekki glóru út um gluggann... snjórinn náði mér upp á mið læri fyrir utan hurðina, nennti ekki út. Eyddi deginum í að spila tölvuleik, fylgjast með trausta frá gásum ryðja götuna mína og bíða eftir jólaboði með ættinni...
sit nú og bíð eftir að Harry Potter myndin byrji í sjónvarpinu svo ég geti farið úr nælonsokkunum og háhæluðu skónum...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

elsku Lára mín, takk fyrir yndislegt jólakort, sendi aldrei jólakort en ætla alltaf að senda svona febrúar eða mars kort, verður aldrei af því. Hafðu það sem allra best, sjáumst á nýju ári. kossar og knús frá okkur Daníel Kára, Fríða.