Enn hvað helgin var fín!
Ég eyddi laugardeginum með Lisu og mömmu hennar, þar sem kláruðum svefnherbergið hennar Lisu og settum saman eitt náttborð úr Ikjea. Eftir þessa maraþon vinnu skellti ég mér í staffapartý á Ara og svo þaðan í afmælispartý Maríu Erlu. Ótrúlegt stuð og alltaf gaman að sjá fólk sem maður annars hittir ekkert. skál í boðinu!
Ég skálaði kannski of mikið og tók því mjög rólega í gær, lá eiginlega bara á sófanum og glápti á uppáhalds, uppáhalds sjónvarpsefnið mitt á þessum árstíma - jújú, Evróvisjón spekúlanta norðurlandanna! Jósteinn, Thomas og Eiríkur halda stuðinu gangandi og sænska bomban reynir að vera sæt og fyndin - gengur misvel. Danir senda alltaf einhverja kjána sem virðast óvanir fyrir framan myndavélarnar svo þeir eru alveg úti á túni.. en stuð, stuð, stuð!
Í dag er loksins komið gott veður aftur (og ég skal halda mig fjarri grillinu, Hjalti)en ég sit við skjáinn og þýði og læri undir próf til skiptis.
vonum að veðrið haldist...
24. apríl 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hhehehe, þokkalega sammála þér bjössi, þokkalega!
Skrifa ummæli