Ég er ekki sátt við blogger núna - bloggaði í gær og fyrradag og báðar færslurnar duttu út *hnuss*.
þetta er því tilraun þrjú og ef hún tekst ekki þá hætti ég hérna.. en þá væri ég líka að rausa þetta við sjálfa mig.. oh well..
Ég átti sem sagt skemmtilega helgi þar sem ég hjálpaði Lisu að mála, fór í staffapartý á Ara og svo beint þaðan í afmælisboð til Maríu Erlu. skemmti mér konunglega á öllum stöðum og lá svo mestan part sunnudagsins í sófanum heima og skammaðist mín ekkert fyrir það ;)
Í gær byrjaði endaspretturinn í náminu og gengur ágætlega, nema hvað verkamennirnir í bakgarðinum hafa fundið ástina í lífinu sínu - loftborinn.
Ég held ég flýi húsið áður en langt um líður og setji upp bækistöðvar á bókhlöðunni.
Alveg að koma 1. maí.. alveg að koma sumar aftur...
25. apríl 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli