Það er eins og ég hafi slökkt á sjálfri mér. Ótrúlega gott að koma heim og hvíla sig á öllu sem maður er að gera fyrir sunnan. Það heyrist meira að segja minna í umferðinni hér hjá pabba og mömmu, enda búa þau ekki í miðju bæjarins líkt og ég ;)
Er búin að fara í eina fermingarveislu þar sem ég fékk ótrúlega góðan mat og jafnvel betri kökur eftir á. Alltaf gaman að hitta ættingja og skoða hvað barnið fékk í gjafir.
Síðan á sunnudaginn hef ég lítið gert nema lesa skólabækur, sofa og spila Civ III. Ég fann þó gamlan vin í hillunni hérna heima - bók um múmínálfana!
Pípuhattur Galdrakarlsins er ein snilldar lesning. Hef kíkt í hana á kvöldin og rifjað upp hvað mér fannst hún fyndin og skrýtin á sama tíma. Var aldrei hrifin af Hemúlnum - hann var eins og draugur!
Ég er líka búin að sækja um vinnu, sendi eina umsókn í gær og sendi aðra í dag.. fæ að vita úr þeim báðum í kringum mánaðarmótin... vonum það besta!
12. apríl 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli