Síðasti dagurinn í apríl. Sit á sama stað og fyrir mánuði síðan, búin með ýmis verkefni en á enn eftir að klára önnur. Líður mun betur um þessi mánaðarmót heldur en þau síðustu. Hver veit, kannski verður maí toppurinn - eða byrjunin á toppnum.
Ég er föst í tónlist þessa dagana. Hlusta á sömu lögin aftur og aftur og aftur.
Hlustaði á gamlan Múm disk í dag - fékk mig til að brosa, loka augunum og gleyma hvar ég var í smá stund.
Veit ekki hvað ég á að segja... langar að segja eitthvað en þetta er það eina sem kemur út úr mér.
Ef hægt væri að búa til "soundtrack of my life", hvaða lög væru þá á plötunni?
30. apríl 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli