18. apríl 2006

suður aftur

jæja,
þá er ég komin aftur suður, páskarnir búnir. Ég lenti óvænt í því að framlengja dvöl mína heima á Akureyri því ég átti að koma hingað á laugardaginn. Það var hins vegar svo mikil þoka heima að fluginu mínu seinkaði langt fram eftir degi og þá sá ég ekki tilgang með för minni. Breytti miðanum og eyddi því páskadegi í matarát!
Fríið var nú afskaplega gott, ég fór í fermingarveislu, fór í matarboð, horfði á litla frænda minn í draugaleik (sem endaði nú með snúinni framtönn og og bólginni vör, æ æ) og át páskaeggið mitt. Ég hélt nú að ég væri kannski gráðug að kaupa númer 4 í bónus en nei, mitt egg var minnst á heimilinu!
Ég nennti nú hreinlega ekki að blogga fyrr en núna - hafði það svo assgoti gott við sjónvarpsgláp og lestur... náði samt ekki að klára múmínálfana..

Framundan eru 2 verkefni, 2 próf og 1 þýðing fyrir 2. maí.. á ekki bara að spíta í lófana??

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Welcome back ET!! :-) I've missed ya!

Lára sagði...

missed ya too! hringdi ekki í gær því mamma kom og gisti hjá mér..

hlakka geðveikt til að sjá íbúðina þína!!

Nafnlaus sagði...

vilkommen sæta mín - hlakka til þegar þú loksins klárar verkefnin þín..... allt of langt síðan við höfum djammað saman ;) gúddlökk beibí!