"Allt er vænt sem vel er grænt" gæti verið slagorð hjá Íþróttaálfinum en ég vil heldur fagna því að í dag er St. Patrick's day og ber hann loksins upp á föstudegi! Í dag langar mig að sitja á skítugri krá og sötra eins og eina kollu af bjór.
Ég man eftir litlum bar í Peterborough sem var með klukku á veggnum sem taldi stanslaust niður að þessum degi og að honum loknum byrjaði hún aftur að telja niður - alveg niður í sekúndubrot! Ahh, Kanada..
Fékk næturgesti í gær þegar systir mín og frænka komu frá London færandi mér m&m poka sem ég maulaði aðeins í morgun. Alltaf gaman að heyra ferðasögur - sérstaklega þar sem þær hittu Jamie Oliver á Fifteen! Vel gert!!
Er að fá hnút í magann því ég er um það bil að fara upp á skjáinn með þýðingu sem ég vann fyrir þá og nú er komið að dómsdegi : gott eða slæmt? Annars er ég merkilega ánægð með þýðinguna - læt ykkur hin þó um að dæma hana ef hún kemst inn hjá þeim ;)
Föstudagur, komin með ógeð á kvefinu mínu - nenni ekki að snýta gulgrænu lengur...
schönes wochenende
17. mars 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hæ... jújú, alveg on time með klukkuð, semllti mér bara í það strax:) en verð að segja að mér gat nú ekki annað en dottið smá í nostalgíu pottinn þegar ég sá eitt matarkyns-"ið" þitt... samloka með hnetusmjöri! þori varla að reyna að reikna hvað eru mörg ár síðan ég smakkaði slíkt, og er það alveg á stefnuskránni að breyta því og kannski smella sér þá bara á frosið..hmmm.. en strax eftir Amsterdam ferð er alveg málið að koma á kaffihúsaferð:) verðum að hittast fyrir páska amk!:)
þangað til næst...
Skrifa ummæli