Átti ansi slappan leik í gær þar sem ég skrópaði í partý til hennar Lindu minnar (skamm skamm) en ég var bara búin á því eftir afgreiðslur dagsins... það tekur á að vera alltaf að vinna þær helgar þar sem annað hvort er nýbúið að borga út laun eða þá að nýtt Visa tímabil hefur tekið gildi!
Sat í staðinn í sófanum mínum og horfði á The Life Aquatic with Steve Zissou og hló eins og fáviti. skreið extra snemma í rúmið og dreymdi drauma um skrýtna kalla og skrýtin hús.. veit ekki hvað það snérist um..
Sit núna og pikka inn glósur úr bókmenntasögunni og bölva sjálfri mér fyrir að vinna ekki alltaf hlutina jafnóðum... *sigh*
en nú er þetta að klárast, bara örfáar vikur eftir og þá tekur við ritgerðasmíð sem mun eflaust standa fram að jólum ef ég þekki mig rétt!
ætla að hlusta einu sinni enn á lagið Ping Island/lightning strike op sem er tær snilld!
5. mars 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
The Life Aquatic... myndin er góð en sándtrakkið er frábært!!!
þokkalega!! sit og dilla höfðinu í takt við snilldatóna Mark Mothersbaugh og svo auðvitað portúgalska gaursins - hver vissi að David Bowie gæti verið skemmtilegur á öðrum tungumálum??
Skrifa ummæli