Já fyrir ykkur sem fylgist með Project Runway þá skiljið þið fyrirsögn dagsins! Anorexíu-lögfræðingurinn datt út í gær með ljótasta kjól sem ég hef séð lengi (þótt Robert hafi farið ansi nærri því líka!)en hinir kjólarnir voru margir hverjir fínir.
Er búin að vera á kafi þessa vikuna í skólanum og vinnunni og sé ekki fyrir endan á neinu en þó verður aðeins léttir á morgun - skila af mér verkefni - meira um það síðar.
Helgin er að koma á fullri siglingu (er ekki nýbúin að vera helgi?) og er ég að vinna báða dagana og mánudaginn líka, úff púff! Vona að næsta vika verði mér happadrjúg og ég nái að klára eða vinna langleiðina verkefni mitt um elskendurna miklu, rómeó og júlíu hans.
St. Paddy's day er á morgun - spurning um einn bjór?
16. mars 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli