Góðri helgi er lokið.
Árshátíðin gekk glimrandi vel þrátt fyrir smá slappleika hjá mér og náði ég að líta ansi fabulous út að mati flestra þarna um kvöldið :) Byrjuðum á því að mæta til Katrínar í förðun og fordrykk og var ansi mikið spjallað við eldhúsborðið hennar. Eftir að við komum í víkingasalinn var borinn í okkur matur ásamt úrvals skemmtiatriðum og ræðum og verð ég að segja að þetta heppnaðist allt saman mjög vel. Ég veit samt ekkert hvernig ballið var því þá var ég orðin svo þreytt og máttlaus að ég hringdi í Evu systur og lét hana ná í mig!
Í gær átti ég svo bara dag fyrir mig. Gleymdi öllu stressi, allri vinnunni sem ég á eftir að vinna á næstu 30 dögum og lét fara vel um mig á sófanum mínum á milli þess sem ég lagaði aðeins til í herberginu og þurrkaði ryk af hillunum í stofunni.
En í dag er að sjálfsögðu mánudagur og þá þarf maður að vera duglegur að læra aftur. Er búin að klára strembið heimaverkefni í prófarkarlestri fyrir Málnotkun og er að demba mér í skrif Fjölnismanna inná timarit.is
fyrir bókmenntasögutímann á morgun.. svona er maður hress á mánudegi!
Vona að þið hafið haft það ljúft og skemmtilegt um helgina...
13. mars 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli