Já krakkar mínir, ansi er ég löt við að setja eitthvað hérna inn! Er andlaus andi...
Átti bara ansi ljúfan föstudag þar sem ég skellti inn þýðingu á skjáinn (þið ykkar sem eruð með adsl sjónvarp getið kíkt á þátt númer 5 í wicked science og séð nafnið mitt aftast ;)og kíkti svo í holtagarða til að græja svefnherbergið mitt.
Ég splæsti í nýjar gardínur og málningu og sef ég nú extra vel í nýútbúnu herbergi.
Helgin fór annars bara í vinnu, styttingu á gardínum og málningarvinnu og var ég það þreytt að fátt annað komst að!
Síðustu daga hef ég verið að vinna í skólaverkefnum og verð að klára þetta á næstu 4 vikum ef ég á að halda geðheilsu og klára þetta mastersnám.
Ég stend líka í samningaviðræðum með sumarvinnuna mína - fæ að vita meira á mánudaginn.
En, er sem sagt á lífi, lítið að frétta, langar að sofa endalaust...
22. mars 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hehehe sem betur fer þurfti ég þess ekki!!!
Skrifa ummæli