30. mars 2006

all things must come to an end

jæja.. þá er kominn tími til að tala.
Ástæða þess að ég er ekki búin að blogga neitt undanfarið er sú að ég stóð í viðræðum við vinnustaðinn minn um launaða þýðingavinnu í sumar. Ég hefði þá verið alfarið í þýðingum og ekki lengur þurft að klæðast gula hryllingnum. En í dag varð úti um þann draum þar sem við náðum ekki saman í launamálum.

Svolítið erfitt að horfa á eftir þessu starfi en ég er bara hreinlega meira virði en þeir voru tilbúnir að borga svo ég sagði starfi mínu lausu áðan.
Ég fer núna á fullt í það að finna mér aðra og betri vinnu en þarf að vinna smá uppsagnarfrest hjá þeim, en ekki samt við þýðingar.

Þetta er búið að taka á, vera einstaklega erfið vika og ég vil bara þakka öllum sem hlustuðu á mig, hjálpuðu mér að taka þessa ákvörðun og sannfærðu mig um að ég væri ekki klikkuð..

takk!

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér Lára! Þau eru klikkuð fyrir að láta þig fara!!! Hm, nú þarftu bara að finna eitthvað rosalega skemmtilegt að gera í sumar... let me think... think discounts Lára... vantar þig fleiri föt kannski? Fataverslun!! Villtu kaffi? Kaffihús downtown svo þú þarft ekki að fara með strætó alltaf! Hm, bækur? Bókabúð!! Ég veit til dæmis að þau eru að leita í Yggdrasil!! Call them!! So many options, so little time! ;-)

Lára sagði...

heheh takk Lisa mín, já þokkalega their loss!
fer að líta í kringum mig á næstu dögum ;)

elisabet sagði...

Þú ert sko langt frá því að vera klikkuð og gott hjá þér að standa upp fyrir sjálfa þig!

Eva Þórarinsdóttir sagði...

Held barasta að þetta hafi verið mjög svo réttasta ákvöðunin.. þú veist hvað ég meina :D
En 8 dagar í Road Trip og verður gerður skemmtilegur lagalisti í ipodinn svo við getum tjúttað og sungið saman alla leiðina íha.. ;D
KnúZ í BrúZ

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér Lára! Það er ekki hægt að láta bjóða sér hvað sem er. Ég er handviss um að þér á eftir að bjóðast eitthvað mun skemmtilegra og meira spennandi þýðingarverkefni. Það hefði verið fúlt að missa af því vegna Ikea-þýðinganna... (Líta á björtu hliðarnar)
Gott hjá þér!

Lára sagði...

takk takk takk!!!

Nafnlaus sagði...

æi - leiðinlegt að heyra því ég veit þig langaði í þetta starf. fnahh .... ansans. vona að fleiri dyr opnist á næstunni fyrir þér ;) luv ja *knús*

Lára sagði...

Ah Bjössi, þetta voru svo sönn orð.. þetta þýðir(hohoho) náttúrulega að ég verð bara að bíða eftir að aðrar dyr opnist... já eða sækja að þeim með kúbeini til þess að opna þær sjálf!
sjáum til ;)

já og takk María mín - mig langaði mikið í þetta starf :) *knús*

Nafnlaus sagði...

Veistu þú gerðir það sem rétt var.
En guð hvað karlkynið á eftir að sakna þess að kaupa af þér rúm þú ert svo sexy í gulu skyrtunni.
p.s. hættu svo að vera svona feit og mundu þú þarft að vaða skítin til að finna demantinn :o)

Nafnlaus sagði...

æi en skítt...þeir eiga nú líklega eftir að naga sig í handarbökin þegar þeim gengur erfiðlega að fá einhvern til að þýða fyrir þann pening sem þeir bjóða...og átta sig á að góðir þýðendur vinna ekki hugsjónastarf, garg, get orðið svo pirruð á fólki sem fattar ekki hvað þýðingar er mikil vinna - ef vel á að vera. kannski förum við bara að sjá illa þýdda og vitlaust skrifaða texta frá IKEA bráðum... ;-)
EN, er viss um að þú finnur eitthvað gott fljótlega, sýnist að það sé um heilmikið að velja í atvinnuauglýsingunum, hef verið á kíkkinu sjálf. ;-)

Nafnlaus sagði...

hmmm...eru atvinnuleysisbætur ekki líka orðnar bara sæmilegasta summa! :þ

Nafnlaus sagði...

Ég er stolt af þér Lára, þetta er alveg í anda kvennafrídagsins um daginn..ég vil ég get ég skal...láta þessa karlpunga meta mig að verðleikum;)þeirra missir og það kemur e-ð betra upp.sannaðu til.
ég er einmitt búin að vera í þeirri aðstöðu að semja um laun síðustu viku og mamma hringdi í mig á hverju kvöldi og hélt hálftíma fyrirlestur um laun kvenna og að þær ættu að standa á sýnu og láta ekki vaða yfir sig o.sfrv.

ER þess vegna svona heilaþvegin:S gott að heilaþvotturinn skilar sér á milli kynslóða;)

Syneta sagði...

Til hamingju Lára með að standa á þínu !!