Ég þurfti að eyða út síðasta pósti því það voru komin 4 eða 5 comment með linkum inn á klámsíður. Hef lent í þessu áður reyndar og eyddi þá bara líka út póstinum. hana nú!
Fór að vinna í IKEA í gær og skemmti mér alveg ágætlega. Fólk virðist ennþá vera að fatta nýja opnunartímann og því var lítið að gera síðasta klukkutímann eða svo en í staðinn fórum við bara yfir vörurnar og skelltum hinum sívinsælu "þessi vara er ekki til en væntanleg. Hafið samband við afgreiðslufólk" miðum á hinar ýmsu kommóður!Held að þetta verði bara alveg glimrandi jobb...
Í dag er ég svo í fríi þannig að ég ætla að reyna að mála klósettið okkar - alla vega eina umferð eða svo og svo bara slappa af.. finn að ég er ennþá pínu þreytt þannig að ég nota þessa síðustu frídaga fyrir skólann til þess að hvíla mig vel..
Já og Esjan á föstudaginn hljómar bara nokk vel!
31. ágúst 2005
25. ágúst 2005
Sumarlok
Á morgun er næst síðasti vinnudagur minn í apótekinu. Á morgun fer ég líka norður til Akureyrar í smá helgarfrí og afmælisveislu hjá Ágústi Óla - það er verið að bara súkkulaðikökuna as i type this..
Fór að hugsa um hvað sumarið gaf mér í ár:
Júní:
-Bjó á Akureyri og átti ómetanlegar stundir með fjölskyldunni
-varð 5 ára stúdent og fagnaði vel í höllinni
-fann Lay's tómatsósuflögur og grét af gleði þegar ég smakkaði þær
-keypti mér geisladisk í fyrsta sinn í rúmt ár
-flutti aftur suður og átti mitt fyrsta sumar í Reykjavík
Júlí:
-Fór í fyrsta sinn í fjallgöngu á Esjuna og náði Steini. Fór svo aftur 2 vikum síðar með Maríu minni og á vonandi inni eina ferð í viðbót
-fór að stunda líkamsrækt markvisst og sé árangur í dag
-borðaði sjúklega mikið af Bónus svínahnakka grillkjöti og náði að þróa grilltækni mína þannig að ég fæ einungis vott af reykeitrun núna ;)
-Las Harry Potter 6 á innan við 36 klst.
-Eva Stína eignaðist Óskar Smára
-Fyrsta verslunarmannahelgi í Reykjavík
Ágúst:
-Fór í fyrsta sinn á Árbæjarsafn
-Sá Gay Pride gönguna með eigin augum
-Tók þátt í Menningarnótt
-Byrjaði að vinna í IKEA
-uppgötvaði ást mína á frímerkjum
-fékk nýtt klósett :D
-réðst loks á bókalistann og er nánast búin með Catcher in the Rye
Já, kannski gerir maður miklu meira en maður heldur! Reyndar er þessi listi ekkert tæmandi en þetta er svona það sem stendur upp úr í augnablikinu og það sem ég vil minnast.
Efast um að ég nenni að blogga fyrir norðan þannig að góða helgi öll sömul
Fór að hugsa um hvað sumarið gaf mér í ár:
Júní:
-Bjó á Akureyri og átti ómetanlegar stundir með fjölskyldunni
-varð 5 ára stúdent og fagnaði vel í höllinni
-fann Lay's tómatsósuflögur og grét af gleði þegar ég smakkaði þær
-keypti mér geisladisk í fyrsta sinn í rúmt ár
-flutti aftur suður og átti mitt fyrsta sumar í Reykjavík
Júlí:
-Fór í fyrsta sinn í fjallgöngu á Esjuna og náði Steini. Fór svo aftur 2 vikum síðar með Maríu minni og á vonandi inni eina ferð í viðbót
-fór að stunda líkamsrækt markvisst og sé árangur í dag
-borðaði sjúklega mikið af Bónus svínahnakka grillkjöti og náði að þróa grilltækni mína þannig að ég fæ einungis vott af reykeitrun núna ;)
-Las Harry Potter 6 á innan við 36 klst.
-Eva Stína eignaðist Óskar Smára
-Fyrsta verslunarmannahelgi í Reykjavík
Ágúst:
-Fór í fyrsta sinn á Árbæjarsafn
-Sá Gay Pride gönguna með eigin augum
-Tók þátt í Menningarnótt
-Byrjaði að vinna í IKEA
-uppgötvaði ást mína á frímerkjum
-fékk nýtt klósett :D
-réðst loks á bókalistann og er nánast búin með Catcher in the Rye
Já, kannski gerir maður miklu meira en maður heldur! Reyndar er þessi listi ekkert tæmandi en þetta er svona það sem stendur upp úr í augnablikinu og það sem ég vil minnast.
Efast um að ég nenni að blogga fyrir norðan þannig að góða helgi öll sömul
23. ágúst 2005
God only knows (what i'd be without you)
er með þetta Beach boys lag fast í hausnum á mér.. elska það..
Loksins er ég komin með ísskáp en hann er ennþá eitthvað heitur. Frystirinn er tilbúinn hins vegar og er ég búin að heimta matinn úr pössun :)
Sá inni á heimsíðu Sigur Rósar a' þeir eru að fara að spila í Massey Hall í Toronto 19. september en þar sá ég þá einmitt þann 30. október 2002! þegar ég athugaði svo hvaða miðar væru til þá kom upp að það væri laust á gólfinu í sæti 5. Ég sat í sæti fimm fyrir 3 árum. Skrítið hvað stundum virðist heimurinn lítill...
þreytt, búin að panta aðra blóðprufu hjá lækni þegar ég fer norður.. nenni ekki að vera alltaf þreytt...
Ó já, Til hamingju með daginn Anna-Margrét mín - vona að þú hafir það gott úti á La Meridien hótelinu þínu ;)
Loksins er ég komin með ísskáp en hann er ennþá eitthvað heitur. Frystirinn er tilbúinn hins vegar og er ég búin að heimta matinn úr pössun :)
Sá inni á heimsíðu Sigur Rósar a' þeir eru að fara að spila í Massey Hall í Toronto 19. september en þar sá ég þá einmitt þann 30. október 2002! þegar ég athugaði svo hvaða miðar væru til þá kom upp að það væri laust á gólfinu í sæti 5. Ég sat í sæti fimm fyrir 3 árum. Skrítið hvað stundum virðist heimurinn lítill...
þreytt, búin að panta aðra blóðprufu hjá lækni þegar ég fer norður.. nenni ekki að vera alltaf þreytt...
Ó já, Til hamingju með daginn Anna-Margrét mín - vona að þú hafir það gott úti á La Meridien hótelinu þínu ;)
21. ágúst 2005
Skrifborð og nýji listinn
Lööööööng helgi loksins liðin og get ég lagt höfuðið á koddan í kvöld með góðri samvisku.
Menningarnóttinn fór ágætlega fram víst, ég var að vinna meirihluta dagsins þannig að ég naut ekki beint dagskrárinnar fyrr en um hálf tíuleytið þegar ég náði að smokra mér inn á tónleika í Einarssafni hjá þeim Páli Óskari og Moniku. Staldraði nú stutt við því eitthvað voru tárakirtlarnir að stríða mér og ég vildi helst ekki vera grátandi þarna innan um fullt af fólki! Labbaði aðeins um höggmyndagarðinn og fór svo í Hallgrímskirkju þar sem ungir tónlistarmenn voru að spila. Biðröðin upp í turninn var svo löng að ég labbaði bara aftur niður Skólavörðustíginn og kíkti inn í nokkrar búðir á leiðinni en endaði svo heima og sá flugeldasýninguna út um svefnherbergisgluggan hans Guðjóns.
Í dag var eins og borgin væri með smá timburmenn. Útlenskir ferðamenn voru nú á stjái enda þarf eitthvað mikið til að stoppa þá! Flestir héldu sig þó innandyra og þá bæði heima hjá sér og í IKEA þar sem ég mannaði vaktina í Skrifstofuvörunum. Sem dyggur kaupandi og nú starfsmaður hjá fyrirtækinu geri ég mér alveg grein fyrir því hversu leiðinlegt það er þegar hlutirnir eru ekki til og enginn veit hvort þeir komi eftir 4 vikur eða 3 mánuði en er virkilega ástæða til þess að taka út reiði sína á starfsfólkinu þarna? Lenti í nokkrum svæsnum kúnnum í dag sem þurftu á 'chill pill' að halda en náði einhvern veginn að brosa í gegnum þetta allt saman. Hitti Lísu og þekkti hana ekki!! merkilegt hvað fólk getur breyst á þremur árum! Gott að sjá hana samt :)
Ég get nú kannski glatt einhverja með þeim fregnum að IKEA listinn á að fara í umferð seinni part þessarar viku þannig að bíðið þið bara spennt við bréfalúgurnar ykkar!
Er að skríða inn í rúm með Catcher í farteskinu, vonast til að lesa nokkrar blaðsíður áður en ég lognast út af...
Menningarnóttinn fór ágætlega fram víst, ég var að vinna meirihluta dagsins þannig að ég naut ekki beint dagskrárinnar fyrr en um hálf tíuleytið þegar ég náði að smokra mér inn á tónleika í Einarssafni hjá þeim Páli Óskari og Moniku. Staldraði nú stutt við því eitthvað voru tárakirtlarnir að stríða mér og ég vildi helst ekki vera grátandi þarna innan um fullt af fólki! Labbaði aðeins um höggmyndagarðinn og fór svo í Hallgrímskirkju þar sem ungir tónlistarmenn voru að spila. Biðröðin upp í turninn var svo löng að ég labbaði bara aftur niður Skólavörðustíginn og kíkti inn í nokkrar búðir á leiðinni en endaði svo heima og sá flugeldasýninguna út um svefnherbergisgluggan hans Guðjóns.
Í dag var eins og borgin væri með smá timburmenn. Útlenskir ferðamenn voru nú á stjái enda þarf eitthvað mikið til að stoppa þá! Flestir héldu sig þó innandyra og þá bæði heima hjá sér og í IKEA þar sem ég mannaði vaktina í Skrifstofuvörunum. Sem dyggur kaupandi og nú starfsmaður hjá fyrirtækinu geri ég mér alveg grein fyrir því hversu leiðinlegt það er þegar hlutirnir eru ekki til og enginn veit hvort þeir komi eftir 4 vikur eða 3 mánuði en er virkilega ástæða til þess að taka út reiði sína á starfsfólkinu þarna? Lenti í nokkrum svæsnum kúnnum í dag sem þurftu á 'chill pill' að halda en náði einhvern veginn að brosa í gegnum þetta allt saman. Hitti Lísu og þekkti hana ekki!! merkilegt hvað fólk getur breyst á þremur árum! Gott að sjá hana samt :)
Ég get nú kannski glatt einhverja með þeim fregnum að IKEA listinn á að fara í umferð seinni part þessarar viku þannig að bíðið þið bara spennt við bréfalúgurnar ykkar!
Er að skríða inn í rúm með Catcher í farteskinu, vonast til að lesa nokkrar blaðsíður áður en ég lognast út af...
19. ágúst 2005
af bókalestri og ísskapsleysi - eða konungur einsetunnar
Ég fór að lesa bloggið mitt síðan í maí og þar til dagsins í dag. Það kemur mér alltaf jafn skemmtilega á óvart hvað ég hef í raun skrifað því mér finnst ég alltaf skrifa svo lítið sem máli skiptir. En það skiptir máli fyrir mig. Þess vegna er ég að þessu. Alla, veganna þá fann ég færslu síðan í maí þar sem ég taldi upp 5 bækur sem ég hef alltaf ætlað að lesa en aldrei haft 'tíma' eða verið í 'réttu skapi' fyrir þær. Ég áttaði mig snarlega á að ef ég gæfi mér ekki tíma eða stillti mig inn á skapið þá myndi ég sjálfsagt aldrei drattast til að lesa þær.. nema ef ske kynni að ég lenti inni á spítala í lengri tíma og gæti bara legið á bakinu og klórað mér í nefinu.. hmm já..
Ég fann sem sagt listann yfir þessar bækur og var hann svona:
- Anna Karenina – L. Tolstoj
- Don Kíkóti - Cervantes
- One hundred years of solitude - G.G. Marques
- On the road (Á vegum úti) - J. Kerouac
- The Catcher in the Rye – J.D. Salinger
Fór á borgarbókasafnið eftir vinnu og náði mér í Anna Karenina og Catcher og er byrjuð á þeirri síðari. Hún er styttri og fyndnari og mér fannst líklegra að ég gæfist ekki upp á henni í fyrstu tilraun. Svo finnst mér líka skemmtileg saga bakvið Salinger, hvernig hann kaus að yfirgefa það líf sem hann datt inn í með skrifum sínum og er einn frægasti rithöfundur heims í felum (ef við skiljum Rushdie útundan því come on, hann er nú ekki beint í 'felum').Held ég nái bráðum að strika yfir þessa bók á listanum með góðri samvisku...
Ísskápsleysi heldur áfram að hrella okkur. Fáum ekki annan fyrr en á mánudaginn. Ég er að bilast. En svona er þetta. Næ sem betur fer að geyma mat í vinnunni þannig að ég borða alla vega eitthvað ferskt og kalt á hverjum degi!
Verð að vinna í apótekinu á morgun út af menningarnóttinni í bænum og fer svo í IKEA á sunnudaginn og verð víst í skrifstofudeildinni.
Skrifborð og stólar here I come...
Ég fann sem sagt listann yfir þessar bækur og var hann svona:
- Anna Karenina – L. Tolstoj
- Don Kíkóti - Cervantes
- One hundred years of solitude - G.G. Marques
- On the road (Á vegum úti) - J. Kerouac
- The Catcher in the Rye – J.D. Salinger
Fór á borgarbókasafnið eftir vinnu og náði mér í Anna Karenina og Catcher og er byrjuð á þeirri síðari. Hún er styttri og fyndnari og mér fannst líklegra að ég gæfist ekki upp á henni í fyrstu tilraun. Svo finnst mér líka skemmtileg saga bakvið Salinger, hvernig hann kaus að yfirgefa það líf sem hann datt inn í með skrifum sínum og er einn frægasti rithöfundur heims í felum (ef við skiljum Rushdie útundan því come on, hann er nú ekki beint í 'felum').Held ég nái bráðum að strika yfir þessa bók á listanum með góðri samvisku...
Ísskápsleysi heldur áfram að hrella okkur. Fáum ekki annan fyrr en á mánudaginn. Ég er að bilast. En svona er þetta. Næ sem betur fer að geyma mat í vinnunni þannig að ég borða alla vega eitthvað ferskt og kalt á hverjum degi!
Verð að vinna í apótekinu á morgun út af menningarnóttinni í bænum og fer svo í IKEA á sunnudaginn og verð víst í skrifstofudeildinni.
Skrifborð og stólar here I come...
18. ágúst 2005
ADSL sjónvarp
Jibbí kóla!
Fékk ADSL sjónvarpsuppsetningu í morgun og sé nú kristaltæra mynd á Rúv og Skjá einum þar sem áður létu 5-6 draugar lausum hala og þegar horft var á CSI eða álíka dökka þætti var óljóst hvað var í gangi sökum lélegra myndgæða!
Já góðu fréttirnar reyna sífellt að yfirgnæfa þær slæmu.. Ég fæ að knúsa systur mína og litla frænda minn Ágúst Óla á afmælisdaginn hans 26. ágúst því mamma mín gerðist svo frábær að lána mér fyrir flugfari heim þá helgina. takk mamma mín! Ætla að eyða sem mestum tíma heima bara hjá þeim og fjölskyldunni - njóta þess að vera í í smá fríi áður en skólinn byrjar...
held áfram að vinna, hlakka til að horfa á tært sjónvarp í kvöld
Fékk ADSL sjónvarpsuppsetningu í morgun og sé nú kristaltæra mynd á Rúv og Skjá einum þar sem áður létu 5-6 draugar lausum hala og þegar horft var á CSI eða álíka dökka þætti var óljóst hvað var í gangi sökum lélegra myndgæða!
Já góðu fréttirnar reyna sífellt að yfirgnæfa þær slæmu.. Ég fæ að knúsa systur mína og litla frænda minn Ágúst Óla á afmælisdaginn hans 26. ágúst því mamma mín gerðist svo frábær að lána mér fyrir flugfari heim þá helgina. takk mamma mín! Ætla að eyða sem mestum tíma heima bara hjá þeim og fjölskyldunni - njóta þess að vera í í smá fríi áður en skólinn byrjar...
held áfram að vinna, hlakka til að horfa á tært sjónvarp í kvöld
16. ágúst 2005
The white thrown
já ég veit að ég er kannski smekklaus en vá hvað ég elska nýja klósettið mitt! Er búin að prufukeyra og setti meira að segja inn mynd af því og nýju blöndunartækjunum því ég er svo sjúklega ánægð með þetta allt saman! Er að fara að hoppa í sturtuna.. get varla beðið
it can't rain all the time!
María mín reyndis sannspá í gær þegar hún vitnaði í 'the crow' því í morgun birtust tveir píparar heima hjá mér og höfðu með sér ein fallegustu blöndunartæki sem ég hef séð í langan tíma! Eftir mikla reikistefnu varðandi vatnskassann á klósettinu varð niðurstaðan sú að ég fæ nýtt klósett líka!! Á meðan ég sit hérna í vinnunni og pikka þetta inn eru þeir Sölvi og Bjarki (minnir mig) að versla nýja pósturlínsskál handa mér og verða búnir að setja hana upp þegar ég kem heim úr vinnunni. Stundum gerast góðir hlutir líka :D
15. ágúst 2005
When it rains...
Já það virðist eitthvað dularfullt karma vera í gangi þessa dagana því það bilar allt í höndunum á okkur Guðjóni. Fyrst gaf klósettið sig (fyrir löööngu síðan) og hefur ekki enn fengið fullnaðar aðstoð frá pípurum; sturtan okkar er frekar löskuð og erum við að bíða eftir fyrrnefndum pípurum til þess að laga blöndunartækin þar. Svo tókum við eftir því að ein hellan á eldavélinni hitnar ekki en það er samt semi í lagi því við notum hana eiginlega aldrei. Svo í gærkvöldi tók nú út fyrir allan þjófabálk þegar ísskápurinn gaf sig! Við héldum í okkar sakleysi að hann væri nú bara svolítið volgur og myndi kólna strax aftur en nei. Þegar við komum heim úr vinnunni var funheitt í skápnum, osturinn orðinn sveittur og majonesin orðin gul. Sem betur fer hékk frystirinn inni aðeins lengur og náðum við að bjarga þeim mat með góðri hjálp Evu systur (takk snúlls :)!
Hvað getur bilað næst? ef tölvan eða þvottavélin gefa sig þá fer ég að grenja. Í alvörunni. Get einhvern veginn ekki séð neitt jákvætt í dag, allt ömurlegt, þreytt, pirruð, illt í maganum.. langar bara að skríða undir sæng og gleyma öllu. Held ég fari í langt bað og skríði svo bara í háttinn.. tek bara upp LOST.. get ekki vakað...
Hvað getur bilað næst? ef tölvan eða þvottavélin gefa sig þá fer ég að grenja. Í alvörunni. Get einhvern veginn ekki séð neitt jákvætt í dag, allt ömurlegt, þreytt, pirruð, illt í maganum.. langar bara að skríða undir sæng og gleyma öllu. Held ég fari í langt bað og skríði svo bara í háttinn.. tek bara upp LOST.. get ekki vakað...
14. ágúst 2005
Starfsþjálfun
jammsí!
Byrjaði að vinna í IKEA í gær og held ég hafi bara staðið mig ágætlega. Var sett í Svefnherbergisdeild sem þýðir að ég sel rúm, dýnur, fataskápa, kommóður já og baðherbergisinnréttingar! Í gær mátti ég samt bara elta hina og fá að spreyta mig aðeins á tölvukerfinu ef þau voru við með mér en ég náði samt að aðstoða helling af fólki :) Í dag fæ ég held ég gula pólóbolinn og byrja í tjúttinu! Verð að vinna milli 12-18 ef einhver á leið hjá:D
Vegna þessarar vinnutarnar um helgina hef ég látið lítið fyrir mér fara og sofnað snemma bæði kvöldin. Horfði nú samt á Primal Fear í gær og vá hvað Edward Norton er mikill snillingur. Ég held samt að það séu allir búnir að sjá þessa mynd nema ég þannig að ég var víst að uppgötva snilld löööngu eftir að hún var gerð :)
ágætis veður úti, best að njóta þess áður en ég fer inn í gluggalaust hús í 6 klukkustundir
Byrjaði að vinna í IKEA í gær og held ég hafi bara staðið mig ágætlega. Var sett í Svefnherbergisdeild sem þýðir að ég sel rúm, dýnur, fataskápa, kommóður já og baðherbergisinnréttingar! Í gær mátti ég samt bara elta hina og fá að spreyta mig aðeins á tölvukerfinu ef þau voru við með mér en ég náði samt að aðstoða helling af fólki :) Í dag fæ ég held ég gula pólóbolinn og byrja í tjúttinu! Verð að vinna milli 12-18 ef einhver á leið hjá:D
Vegna þessarar vinnutarnar um helgina hef ég látið lítið fyrir mér fara og sofnað snemma bæði kvöldin. Horfði nú samt á Primal Fear í gær og vá hvað Edward Norton er mikill snillingur. Ég held samt að það séu allir búnir að sjá þessa mynd nema ég þannig að ég var víst að uppgötva snilld löööngu eftir að hún var gerð :)
ágætis veður úti, best að njóta þess áður en ég fer inn í gluggalaust hús í 6 klukkustundir
11. ágúst 2005
af frímerkjum og bókalykt
ég þurfti að fara á pósthúsið í dag fyrir vinnuna og þar sem ég stóð í röðinni og beið eftir afgreiðslu var mér litið á nokkra bæklinga sem eru í standi þarna inni. Ég fletti einum sem ber titilinn 'Söluskrá 2005' og inniheldur öll frímerki sem eru í sölu í dag, gömul sem ný og ég fylltist einhvers konar rómantískum hugmyndum um bréfaskrif á bláum pappír í umslögum með köflóttum kanti og orðunum 'Par Avion' í vinstra horninu. Langar núna að setjast niður og skrifa nokkur vel valin orð og senda til vina minna erlendis og jafnvel innanlands.. maður veit aldrei..
Ég fyllist líka þessari tilfinningu þegar ég finn lykt af bókum. Nýjar bækur bera fyrirheit um eitthvað ósnert og er fátt betra en að klæða plastið utan af nýrri kilju og finna hreina pappírslykt blandaða bleki. Gamlar bækur hafa líka að geyma svo miklu meira en bara fróðleikinn sem stendur í þeim. Lyktin segir líka heilmikið um eigendurna; reykja þeir? eru dýr á heimilinu? er sýrustigið búið að vera sveiflukennt þannig að á endunum eru bækurnar þurrar en í miðjunni er ennþá að finna lungamjúkan pappír sem varla hefur séð dagsbirtu. Fólk segir að það eigi aldrei að dæma bók af kápunni - ég dæmi bækur oft eftir lyktinni
Ég fyllist líka þessari tilfinningu þegar ég finn lykt af bókum. Nýjar bækur bera fyrirheit um eitthvað ósnert og er fátt betra en að klæða plastið utan af nýrri kilju og finna hreina pappírslykt blandaða bleki. Gamlar bækur hafa líka að geyma svo miklu meira en bara fróðleikinn sem stendur í þeim. Lyktin segir líka heilmikið um eigendurna; reykja þeir? eru dýr á heimilinu? er sýrustigið búið að vera sveiflukennt þannig að á endunum eru bækurnar þurrar en í miðjunni er ennþá að finna lungamjúkan pappír sem varla hefur séð dagsbirtu. Fólk segir að það eigi aldrei að dæma bók af kápunni - ég dæmi bækur oft eftir lyktinni
10. ágúst 2005
af frjálsíþróttum og kaffihúsaferðum
hmm já.. hvað get ég sagt ykkur skemmtilegt? Fór í gær og hitti stelpurnar úr þýðingafræðinni og var þetta fyrsti hittingur með okkur öllum síðan í maí þannig að það þurfti að ræða ýmis mál, s.s. trúlofun Ellu Maju, útgefna þýðingu Maju í Ritinu, blaðaskrif Berglindar í Mogganum, Brennuboltalið Guðrúnar og 11.000 kr hárið á Ólöfu! Mér til mikillar ánægju sögðu þær allar að ég liti ógisslega vel út og væri greinilega búin að leggja af.. jei! It's working people, it's working!
annars er ég voða mikið í afslöppun eitthvað.. er að vinna í handavinnuhrúgunni minni og svei mér þá ef ég er ekki bara að ná að klára nokkur verkefni! Alltaf gott að klára eitthvað sem er búið að velkjast fyrir manni í langan tíma og svo á maður þá líka fallega hluti eða gjafir til að splæsa á fólk til hátíðarbrigða ;) Svo er líka heimsmeistaramót í frjálsum í hinu kalda Helsinki þar sem rignir hundum og köttum (fyndið orðalag samt) og ekki leiðinlegt að horfa á fólk sem er í besta formi lífs síns setja met og eiga heiminn í nokkrar mínútur.
fékk jólalag á heilann um helgina og fór strax að hugsa um jólakort og jólaföndur.. er það ekki samt full snemmt? ég meina, ágúst er ekki einu sinni hálfnaður! kannski er ég farin að aðhyllast hana Mörthu vinkonu of mikið - 'planning is everything'!
annars er ég voða mikið í afslöppun eitthvað.. er að vinna í handavinnuhrúgunni minni og svei mér þá ef ég er ekki bara að ná að klára nokkur verkefni! Alltaf gott að klára eitthvað sem er búið að velkjast fyrir manni í langan tíma og svo á maður þá líka fallega hluti eða gjafir til að splæsa á fólk til hátíðarbrigða ;) Svo er líka heimsmeistaramót í frjálsum í hinu kalda Helsinki þar sem rignir hundum og köttum (fyndið orðalag samt) og ekki leiðinlegt að horfa á fólk sem er í besta formi lífs síns setja met og eiga heiminn í nokkrar mínútur.
fékk jólalag á heilann um helgina og fór strax að hugsa um jólakort og jólaföndur.. er það ekki samt full snemmt? ég meina, ágúst er ekki einu sinni hálfnaður! kannski er ég farin að aðhyllast hana Mörthu vinkonu of mikið - 'planning is everything'!
8. ágúst 2005
The boob test
Ég elska guðrúnu vinkonu því hún er alltaf með svo klikkuð próf.. fannst þetta viðeigandi ;)
Your Boobies' Names Are: Elvis |
7. ágúst 2005
le weekend est fin
Góð helgi!
Á föstudaginn fór ég í innflutnings/kveðjupartý hjá honum Bjössa í Drápuhlíðinni; jú hann flutti inn í nýju íbúðina sína og var síðan að fljúga aftur til Belgíu í dag í mánaðarvinnutörn eða svo. Eins og sjá má á myndasíðunni minni var vel mannað og skemmtu allir sér dável. Náði Bjössi sér í nokkrar góðar innflutningsgjafir og státar meðal annars af nýrri eldhúsvog, handklæðum og rauðvínsflösku :D
Þrátt fyrir góð fyrirheit og aðgát í drykkju náði ég mér í smá þynnku á laugardeginum sem var ekki sem heppilegast því mamma mín kom í heimsókn á laugardaginn og skelltum við Eva systir okkur með henni á Árbæjarsafnið. Eftir að hafa skoðað vel nokkur salernin á safninu náði ég mér að fullu en gleymdi að taka myndir sökum vanlíðan.. enda hafa líklegast flestir farið þarna uppeftir nema ég! En ekki var dagurinn búinn þar sem við þræddum nokkrar vel valdar búðir og græddi ég meðal annars bol og pils ásamt mat á Ruby Tuesday áður en kvöldið endaði með vídeóglápi og nammiáti langt fram á kvöld...
Í dag var svo frekar slæmt veður þannig að við héldum okkur innandyra og þá sérstaklega í Smáralindinni þar sem allt var að verða vitlaust út af útsölulokum. Merkilegt hvaða fólk kemur fram á sjónarsviðið þegar góð verð eru í boði;) Klikkti svo út með frábærum kvöldmat hjá Denna frænda mínum á 10. hæð í Salahverfinu í Kópavogi í faðmi fjölskyldunnar. Allt í allt góð helgi og gaman að fá mömmu í heimsókn :)
ætla að kíkja á myndina um Hitler, ef ég er ekki búin að missa af henni, vonandi höfðu þið það jafn gott um helgina og ég :)
Á föstudaginn fór ég í innflutnings/kveðjupartý hjá honum Bjössa í Drápuhlíðinni; jú hann flutti inn í nýju íbúðina sína og var síðan að fljúga aftur til Belgíu í dag í mánaðarvinnutörn eða svo. Eins og sjá má á myndasíðunni minni var vel mannað og skemmtu allir sér dável. Náði Bjössi sér í nokkrar góðar innflutningsgjafir og státar meðal annars af nýrri eldhúsvog, handklæðum og rauðvínsflösku :D
Þrátt fyrir góð fyrirheit og aðgát í drykkju náði ég mér í smá þynnku á laugardeginum sem var ekki sem heppilegast því mamma mín kom í heimsókn á laugardaginn og skelltum við Eva systir okkur með henni á Árbæjarsafnið. Eftir að hafa skoðað vel nokkur salernin á safninu náði ég mér að fullu en gleymdi að taka myndir sökum vanlíðan.. enda hafa líklegast flestir farið þarna uppeftir nema ég! En ekki var dagurinn búinn þar sem við þræddum nokkrar vel valdar búðir og græddi ég meðal annars bol og pils ásamt mat á Ruby Tuesday áður en kvöldið endaði með vídeóglápi og nammiáti langt fram á kvöld...
Í dag var svo frekar slæmt veður þannig að við héldum okkur innandyra og þá sérstaklega í Smáralindinni þar sem allt var að verða vitlaust út af útsölulokum. Merkilegt hvaða fólk kemur fram á sjónarsviðið þegar góð verð eru í boði;) Klikkti svo út með frábærum kvöldmat hjá Denna frænda mínum á 10. hæð í Salahverfinu í Kópavogi í faðmi fjölskyldunnar. Allt í allt góð helgi og gaman að fá mömmu í heimsókn :)
ætla að kíkja á myndina um Hitler, ef ég er ekki búin að missa af henni, vonandi höfðu þið það jafn gott um helgina og ég :)
5. ágúst 2005
le weekend
jebbs, enn ein helgin að sigla í höfn, bara eftir að vinna í 4 tíma, kíkja í ræktina, klára að skúra íbúðina og þá er þetta klárt :) Mamma er að kíkja í heimsókn um helgina og við ætlum að tjútta upp á Árbæjarsafn og eitthvað fleira skemmtilegt eftir veðri.
Svo er náttlega Gay Pride gangan á morgun kl. 15, hvet alla sem vilja sýna lit að flykkjast niður á laugarveg og fylgjast með herlegheitunum.. Minni líka á að við erum að selja nælur til styrktar Samtökunum í apótekinu mínu (500 kjall) og eru þær að sjálfsögðu í regnbogalitunum :)
Er víst við það að verða of sein í vinnuna þannig að ég hef þetta stutt í dag, lofa góðum pistli um ferðir helgarinnar á morgun og hinn,
góðar stundir
Svo er náttlega Gay Pride gangan á morgun kl. 15, hvet alla sem vilja sýna lit að flykkjast niður á laugarveg og fylgjast með herlegheitunum.. Minni líka á að við erum að selja nælur til styrktar Samtökunum í apótekinu mínu (500 kjall) og eru þær að sjálfsögðu í regnbogalitunum :)
Er víst við það að verða of sein í vinnuna þannig að ég hef þetta stutt í dag, lofa góðum pistli um ferðir helgarinnar á morgun og hinn,
góðar stundir
3. ágúst 2005
IKEA this couch is comfortable
Góðir hálsar, draumadjobbið mitt féll mér í skaut í dag þegar mér var tilkynnt um að ég væri ráðin í húsgagnadeild IKEA frá og með 1. september en hægt er að sjá preview af mér í gallanum (yeah baby) helgina 13-14 ágúst þar sem ég verð 'in training' :D
vonum bara að það falli ekki ský á dýrðarljóma IKEA sem ég hef byggt upp staðfastlega undanfarin ár...
vonum bara að það falli ekki ský á dýrðarljóma IKEA sem ég hef byggt upp staðfastlega undanfarin ár...
2. ágúst 2005
ágúst
jæja,
Fór í atvinnuviðtal áðan sem gekk held ég bara glimrandi - fæ að vita meira á fimmtudaginn :) Er núna að vinna hálfan daginn í apótekinu og finnst það held ég bara fínt.. gott að vera búin kl. 16 ekki satt?
Gerði mest lítið um helgina nema glápa á alls kyns sjónvarpsefni, föndra, spila tölvuleiki og bölva veðrinu. Í þessum rituðu orðum brýst sólin fram úr skýjunum og skellir nokkrum geislum inn til mín.. ljúft..
Fór í atvinnuviðtal áðan sem gekk held ég bara glimrandi - fæ að vita meira á fimmtudaginn :) Er núna að vinna hálfan daginn í apótekinu og finnst það held ég bara fínt.. gott að vera búin kl. 16 ekki satt?
Gerði mest lítið um helgina nema glápa á alls kyns sjónvarpsefni, föndra, spila tölvuleiki og bölva veðrinu. Í þessum rituðu orðum brýst sólin fram úr skýjunum og skellir nokkrum geislum inn til mín.. ljúft..
1. ágúst 2005
og birtan kom og fór
get ekki sofið. ein heima, horfði á himininn dökkna og lokaði augunum. fjórum tímum og talsvert auknu birtustigi síðar sit ég enn og bíð eftir að svefninn komi. ég held að stundum þurfi líkaminn bara að stilla sig af. Ef við sofum alltaf aðeins lengur en við þurfum í raun og veru þá söfnum við á endanum nægri orku til að þurfa ekki að sofa eina nótt.. eða eitthvað.. þetta hljómaði gáfulegra í hausnum á mér...
gott veður úti. loksins komið að reykjavík að fá sinn eina góða veðurdag þessa helgina. spurning hvort ég hafi orku í dag í að gera eitthvað af viti - eða hrynja á sófann um hádegisbilið og ná ekki að standa upp aftur...
hope for the best - prepare for the worst
gott veður úti. loksins komið að reykjavík að fá sinn eina góða veðurdag þessa helgina. spurning hvort ég hafi orku í dag í að gera eitthvað af viti - eða hrynja á sófann um hádegisbilið og ná ekki að standa upp aftur...
hope for the best - prepare for the worst
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)