Sat síðustu tímana mína í réttindanáminu í bili í morgun. Það gerðist nú lítið markverkt þar nema hvað við fylgdumst með fréttum að sunnlendingum festa sig og barma sér yfir snjófargi. Best fannst mér þegar ég frétti af manni sem benti fólkinu á að setja nú bílana sína í fjórhjóladrif - þeir væru flestir með það ;)
Hér kom örlítill vottur af leiðindaveðri en ekki nóg til að hægt sé að kalla það neitt. Þetta náði ekki í köttinn í Nesi, eins og einhver mismælti sig víst! Nú er nefnilega búið að lofa/hóta óveðri hér 3svar sinnum með stuttu millibili en aldrei verður neitt úr því! Ég heimta því alvöru, íslenski óveður hér á Akureyri þannig að enginn komist neitt um bæinn, nema þá helst björgunarsveitin, en þeir mega bjarga mér hvenær sem er ;)
Hafið það sem allra best um helgina
p.s. Litla stúlkan þeirra Ingu og Einars hefur hlotið nafnið Valgerður Telma :)
25. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jibbíkóla! Flott nafn ;)
Skrifa ummæli