ég er búin að vera netlaus í marga daga og því ekki getað fylgst með öðrum eða sett neitt hér inn - svo gleðilegt nýtt ár, mín kæru og takk fyrir allt gamalt og gott.
áramótaheit finnast mér kjánaleg því yfirleitt heldur maður þau ekki nema í allra mesta lagi í mánuð, en ég setti mér þess í stað markmið:
-klára MA-ritgerðina mína og útskrifast í júní frá HÍ
-klára kennararéttindanámið mitt og útskrifast í maí frá HA
-fara í almennilegt sumarfrí með tjaldútilegum og tilheyrandi (n.b. fellihýsi er ekki tjald)
-ganga á Súlur (var markmið síðasta árs en ég lauk því ekki)
-vera jákvæðari og berjast geng skammdegisþunglyndinu
Árið í ár mun eflaust bera margt í skauti sér en þess má geta að ég ætla að fara til London í mars með systrum mínum í blandaða menningar og verslunarferð. Erum að vinna í hóteli, leiksýningu og veitingahúsi sem eiga að njóta greiðslukortanna okkar ;)
Ég fékk að vita um eitt væntanlegt barn á árinu í jólakorti - alltaf gaman að fá góðar fréttir á jólunum! Til hamingju - þið vitið hver þið eruð ;)
2. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ha er Gunni tvíbbi að verða pabbi?
kv. Mummi
haha, þú ert fyndinn mumms...
Skrifa ummæli