Mánudagurinn 21. janúar á að vera erfiðasti og þungbærasti dagur ársins skv. fræðimönnum. Það eru nokkrir þættir sem saman stuðla að því að þessi dagur er hreint þunglyndis-svarthol fyrir marga:
1) Veðrið
Reyndar er fínasta veður akkúrat núna, kalt og bjart, sólin meira að segja á lofti. Á greinilega ekki við akkúrat í dag ;)
2) Skuldir
Ok, Jóla-Visa filleríið að koma í hausinn á fólki, námslánaafborganir að skella á í mars og hlutabréfamarkaðurinn í rússíbanaferð.
3) Tími
Þriðja almennilega vinnuvikan er að hefjast og fólk er komið í rútínuna aftur - sér ekki fram á almennilegt frí aftur fyrr en um páska. Fúlt.
4) Hætta
Já, ekki 'danger, danger' heldur er fólk hætt að standa við nýársheitin, kortið í ræktina hefur varla verið notað, hvað þá nýju fötin sem splæst var í á janúarútsölum. Fólk heldur áfram að reykja, drekka, eyða og fær samviskubit yfir þessu öllu saman
5) Hvatning / hvati
Er ekki til staðar. Punktur.
6) 'Verð að gera eitthvað'
Fólk fær gríðarmikla þörf fyrir að gera eitthvað til að bæta fyrir allt sem var talið upp hér að ofan og yfirleitt eyðir það meiri pening í hluti sem það notar svo ekki eða í mat og drykk og vaknar svo daginn eftir við vondan draum, meiri skuldir og enn fleiri brostin loforð.
Sem sagt, reynið að gleyma liðum 2-6 - horfið bara út um gluggann og njótið þess að ekki er hríðarbylur úti (alla vega ekki á Akureyri ;)
21. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ó erfiður dagur, ég veit. Tvær yfirsetur, þar af önnur 2 og 1/2 tími, s.s. samtals 4 klukkustundir af því að stara út í loftið í dag! Not my cup of tea!
úff! Þessar löngu yfirsetur voru algjör killer - sérstaklega ef maður var á Möðró, ekki stuð þar!
Skrifa ummæli