22. janúar 2008

Decisions, decisions

Ég tók þá ákvörðin í gær, eftir mikla ígrundun undanfarnar vikur, að ljúka ekki kennararéttindanámi mínu að sinni. Ég er búin að ljúka sálfræðinni og á eftir 1 verkefni í námsskrár- og kennslufræðum sem ég ætla að klára og hef ég þá lokið 10 af 15 einingum í þessu námi.

Ástæðurnar eru nokkar en þó er helst að ég tel mikilvægara að klára MA ritgerðina mína og á meðan ég er í öðru námi og fullri vinnu þá tekst það ekki. Sálin er líka búin að vera ansi þreytt núna síðasta hálfa árið og ég held að hún þurfi aðeins frið. Hann fæ ég ekki eins og staðan er í dag.

Sumum ykkar á eftir að finnast þetta kjánalegt og það er allt í lagi. Ég er sátt og það er það sem skiptir mig mestu máli.

Markmið ársins eru því breytt:
-klára MA-ritgerðina mína og útskrifast í júní frá HÍ
-fara í almennilegt sumarfrí með tjaldútilegum og tilheyrandi (Melrakkaslétta - Langanes er komin á dagskrá og Selárdalur við Arnarfjörð kemur sterkur inn líka!)
-ganga á Súlur (var markmið síðasta árs en ég lauk því ekki)
-vera jákvæðari og berjast geng skammdegisþunglyndinu

Hafið það gott í brjálseminni, hvort sem það er pólitík í Reykjavík eða veðurofsinn ;)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér að taka ákvörðun og vera sátt við hana. Allt hitt er hægt að "græja" seinna, en sálartetrið skiptir mestu máli!

Lára sagði...

jamm :) ætlaði einmitt að ræða þetta við þig þegar þú kæmir í vinnuna á eftir ;)

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta góð ákvörðun hjá þér Lára. Skil það vel að þú viljir drífa MA ritgerðina af. Vonandi tekst mér það líka og þá getum við útskrifast saman :-)
Knús

Nafnlaus sagði...

Lýst vel á markmiðin þín, hlakka bara til að koma í hörkustuðpartýveisluútskrift í júní ;o)
Ég ætla líka að reyna að komst á Súlur (án þess að deyja á leiðinni), spennó að sjá hvernig tekst til ;)
kyss
V

Nafnlaus sagði...

Hvernig stendur á því að þú gleymdir markmiðinu: drekka mikið af appelsíni í gleri með lakkrísröri?

skandall ársins!

Lára sagði...

sjetturinn tetturinn mummi, hvernig gat ég gleymt því?!? Takk fyrir að minna mig á þetta ;)

Valla, við verðum að draga hvor aðra upp á þetta blessaða fjall! Ég horfi á það á hverjum degi :)