Vaknaði kl. 7:30 við litla rödd við rúmstokkinn sem heimtaði barnaefni. Ágúst Óli var s.s. í pössun og nennti ekki að sofa lengur! Þetta er snilldin við það að vera með sjonvarp inni hjá sér - þú getir legið þarna og hlustað á teiknimyndirnar en þarft voða lítið að taka þátt. Very nice :)
Er í framkvæmdum í dag - heita- og kaldavatns rör eru viðfangsefnið. Ég verð sífellt bjartsýnni á að ég geti flutt inn í desember. Einhver sagði þó við mig að líklegast fengi ég lykilinn í jólagjöf og flytti því ekki inn fyrr en í fyrsta lagi á jóladag :/
Ég sá að það er margt til að gleðja sig yfir á rúv á næstu dögum. Í kvöld hefur göngu sína dönsk spennuþáttaröð um morðrannsókn sem spannar 20 daga og auðvitað er 1 þáttur = 1 dagur. Töff.
Í kvöld er líka nútímagerð á leikriti Shakespeare Snegla tamin með Shirley Henderson (Jude í Bridget og moaning Myrtle í Harry Potter myndunum) og Rufus Sewell (leikur yfirleitt vonda gaurinn, t.d. count Adhemer í Knight's Tale) í aðalhlutverkum.
Á þriðjudaginn er svo Pétur Ben söngvaskáld og miðað við auglýsinguna (sem var sýnd allt of oft í gær) þá verður það eyrnakonfekt.
Annars hljómar þetta orð, eyrnakonfekt, frekar viðbjóðslega. Ég sé alltaf fyrir mér að fólk troði súkkulaðimolum í eyrun á sér... oj bara!
Vona að helgin hafi verið ánægjuleg - mín rann ljúflega áfram
14. október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
og hvernig fannst ther Forbrydelsen?
V. nice :) ég var smá stund að fatta hvar ég hafði séð hana Lund áður.. lék hún ekki Julie í Nikolaj og Julie? ég held það :)
eyrnakonfekt hehe ;)
sæta - nú er ég ekki búin að fylgjast nógu vel með. hélt þú værir að flytja aftur til reykjavíkur, er það vitleysa hjá mér?? varstu ekki komin með vinnu í bænum?
Hæ Marían mín :)
Nei ég fékk vinnu hjá Utanríkisráðuneytinu en staðan er hérna á Akureyri :D V. nice sko
Helgin líka svaka góð hér, finnst hún lund gella vera svoldið lík helgu Brögu.... og svo finnst mér eyrnakonfekt vera svoldið svona subbó orð yfir eyrnamerg... vona bara að enginn sé að borða um leið og hann les þetta.
Vonandi færðu íbúðina sem fyrst - ég flutti í skipholtið á sínum tíma i byrjun des og missti alveg af aðventunni var svo mikið í því að setja saman hillur og svona, fékk engan tíma til að baka og föndra og skrifa jólakort og svona þannig að það gæti bara verið gaman að fá íbúðina eftir aðventu og eyða janúar í að setja saman hillur og leita að gardínum og svona..... mín bara í pollýönu stuði....
aahhh ókei, þá skil ég ;) vissu um stöðuna en vissi ekki locationið hehe ... lovely baby ;) líst vel á þig - knús m
Jú jú Sarah Lund er Sofie Gråbøl aka. Julie i Nikolaj og Julie.
Það er alltaf sama liðið í öllum þáttum hérna, rétt eins og á Íslandinu. Sá sem leikur politikusinn er bróðir hans Mads Mikkelsen svo að það eru allir líka skyldir.. lítið land!
hehe já ég skil Linda. Ég er reyndar búin að skipuleggja skreytingar og jólakortaskrif þannig að það ætti að hafast ;)
Eva, mér fannst ég kannast við sauðasvipinn á honum! Mads er reyndar meira sexý finnst mér - alla vega í Casino Royal ;)
já og lov jú tú María ;)
Skrifa ummæli