Ótrúlegt en satt, þá er helsti blogg"aðdáandinn" minn elskuleg samstarfskona mín sem minnir mig í sífellu á það hve lítil hreyfing er hérna! ;)
Ástæða bloggleysis er að mestu leti. Ég blogga ekki á vinnutíma og þegar ég er komin heim til mín tekur ræktin oftast við, já eða bókalestur og ég hreinlega gleymi mér þar til klukkan er orðin allt of margt og letin hellist yfir mig. Ég lofa hvorki bót né betrun en hvur veit...
Það er reyndar frekar erfitt að blogga í dag því ég var í Body Pump tíma í ræktinni áðan og handleggirnir titra svolítið. Ég var gjörsamlega að skíta á mig og þurfti að "hvíla" nokkrum sinnum, en þetta batnar víst með hverju skipti ;) Stefni á massa upphandleggsvöðva um jólin!
Ég ætla þó ekki að ganga jafn hart fram í æfingunum eins og þessi elska hér...
Ég stefni að því að kíkja suður síðustu helgina í september og get því tekið við pöntunum um heimsóknir :) Veit að ég ætla að kíkja á nýju íbúð AME og Elvars og á Hanz mit das dwarfenbad ins Hafnarfjörður ;)
Jæja, heimildarmynd um Grace Kelly bíður mín - au revoir mín kæru
10. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Bwahahaha.. jesús þetta myndband var svakalegt, verkjar í fæturnar eftir þetta :s Alltaf sami dugnaðurinn í þér.. kepp up the good work..
Gaman að sjá þig um helgina og hlakka til að fá þig í heimsókn :D
knús knús
Kærar þakkir mín kæra. (Mér finnst hins vegar frekar léleg afsökun að geta ekki bloggað í vinnunni. Ég gef þér hér með leyfi til að blogga í vinnunni. No exskjús!)
Aha.
Body pump - gott!
Heimildarmyndin um Grace Kelly var áhugaverð en mér fannst hún enda frekar snöggt! Hefði viljað vita meira!
Takk sætu!
Já myndbandið er svakalegt! hann fer gjörsamlega í sleik við rassgatið á sér!
Ég skal kannski laumast til að blogga af og til í vinnunni ;)
já mér fannst Grace eitthvað endasleppt og of mikið um paparazzi og svona ;)
betra er smá blogg en ekkert blogg. Þú ert greinilega að taka á því, og nýja vinnan er krefjandi. Good luck to you!
dugnaður er greinilega ástæða bloggleysis... ekki láta neinn telja þér trú um annað;)
En varðandi síðustu helgi í sept... þá verður hér 5 ára afmæli...svo að þú ert sko meira en velkomin í pylsu með öllu, súkkulaðiköku og meððí!!!;)
Heyrðu endilega í mér ef þú sérð fram á tíma á laugardeginum!!!!
KNÚS!
Very nice!
Ég neita aldrei köku, hvað þá pylsum! ég skal hliðra til í dagskránni og kíkja í hafnarfjörðinn á ykkur familíuna :D
já og takk Ingibjörg, maður reynir, maður reynir ;)
Ó hvað mig hlakka til að sjá þig elskan... og das dwarfenbad er í miðju gólf í stofunni eins og er... og guð hvað það er lítill... veit ekki eiginlega hvernig ég stóð þar í sturtunni! ;-) er ekki best að láta þig hitta kærastinn líka... held það! voandi verður baðherbergið beautiful þegar þú kemur!! wuuhuu!
Skrifa ummæli