Vúhú!
daman hreyfðist nú ekkert mikið en eitthvað ;) Er einmitt á leiðinni í ræktina - gott að geta horft á Guiding á meðan maður svitnar eins og svín... það er nefnilega ALLT að gerast í GL þessa dagana og ber þá hæst að minn gamli, góði Philip Spaulding er mættur til leiks á ný, Blake er ólétt af tvíbbum (Ross á einn, Rick á hinn - yes, I know!) og Dinah er að reyna að ná pjeningunum sínum aftur af Roger.. þetta er alveg allt að gera sig!!
Ég hef verið óheyrilega löt þessa vikuna, einhver innipúki í mér. Í kvöld ætla ég því að drífa mig í prjónaklúbb hjá Hörpu sem ég vinn með og reyna að mjaka þessum peysum mínum áfram.
Helgin er algjörlega óplönuð - sjáum hvort eitthvað skemmtilegt detti ekki inn ;)
22. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
nú nú eruð þið í enskudeildinni í prjónaklúbbi? skiljið uppeldisfræðideildina útundan?! En það sem ég vildi sagt hafa: gott gott að fá svona update af Leiðarljósi, búin að missa af síðustu þáttum ;)
hehehe já, Leiðarljós er best! Alan Michael og Lucy voru einmitt að gifta sig í dag - klassa brúðkaup alveg ;)
en með prjónana þá er þetta víst gamalgróinn klúbbur Hörpu og ég fæ að slæda með ;)
Ég sé að það er eina vitið að drullast í ræktina milli 5 og 6 svo maður nýti tímann í meira en að fylgjast með Phillip og co.
HiFive..
kjóllinn mjakast áfram hjá mér.. ekki seinna vænna notkun á honum á morgun ef allt fer vel tihi..
knús og kram
Vúhú!
Flott með kjólinn - verður örugglega massa flottur!
Skrifa ummæli