25. febrúar 2007

Sunnudags fótbolti


Er búin að horfa á 2 fótboltaleiki í dag. Horfði á úrslitin í deildarbikarnum milli Arsenal og Chelsea og sá þegar John Terry fékk fast spark í andlitið. Þetta var eitt það ljótasta sem ég hef séð lengi! Svo missti ég reyndar af slagsmálunum og öllum rauðu spjöldunum en þetta endaði í sigri Chelsea, sem að mínu mati áttu arfaslappan fyrri hálfleik.
Í augnablikinu er ég að horfa á Barcelona - Bilbao og Barca er að vinna 2-0 í augnablikinu og Eto'o var að skjóta rétt framhjá...

ég er fótboltahóra

Engin ummæli: