19. febrúar 2007

Gleðilegan bolludag!


Bolla, bolla!
Afrekaði að föndra bolludagskórónu handa mér og Ágústi Óla á meðan ég passaði hann. Hendi inn mynd við tækifæri. Þar til fáið þið að njóta þess að stara á þessa ljúfu sem ég fann á kanadískri heimasíðu!
Á morgun heldur átið og hefðin áfram með Baunadagnum, aka, Sprengidegi. Hlakka mikið til að kjamsa á baunasúpu með kjötbitum og rófu útí *slurp*.
Öskudagurinn rekur síðan lestina á miðvikudaginn en mér skilst að einhverjir ætli að mæta í búning í skólanum. Spurning um að fara með lepp fyrir öðru auganu?
Helgin var ljúf og góð, vann sem minnst og leyfði mér að sofa, horfði á Júró og leigði mér svo Prada-djöfulinn. Hún var alveg ágæt, hló inn á milli þess sem ég slefaði yfir öllum þessum fötum og skóm! Fékk eina gamla með, Garden State - með skemmtilegri myndum sem ég hef séð. Gott hjá Zack Braff!
Best að byrja útvötnun fyrir morgundaginn - saltið fer illa í mig :/ en þetta er bara svo gott!


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að sjá myndina af ykkur og föndrinu :)