9. febrúar 2007

Hörmungar

Eins og flestir íslendingar hef ég fylgst með Kastljósinu og DV í umfjöllun þeirra um Breiðavíkur málið svokallaða. Ég á engin orð sem geta lýst því hvernig það er að fylgjast með þessum mönnum sem þurftu að ganga í gegnum hreint helvíti segja sögu sína í sjónvarpi. Ég held ég sé búin að gráta á hverju einasta kvöldi síðan þetta kom upp og ég trúi því ekki enn að svona lagað hafi gerst hérna á Íslandi.

Annað mál er Byrgismálið. Þessir ótrúlegu atburðir þar eru líkastir glæpasögu og vona ég heitt og innilega að það mál verði krufið til mergjar en ekki látið liggja í möppum og kössum í einhverri geymslu í mörg ár eða jafnvel áratugi.

Ég er fegin að fólk þorir að koma fram og segja frá þessum hræðilegu atburðum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Unfortunately abuse takes place all over the world and it's always so disgusting and shocking when it happens to children... there's just more of it in other countries because they're more populated!! The whole thing is soooo sad!! And the whole Guðmundur í byrginu mál is just sick... :-(

Lára sagði...

I know, It's horrible :(