Lengi hefur mig vantað almennilega hvatningu til að hreyfa mig reglulega. Þrátt fyrir að vita um skaðsemi kyrrsetu, nammiáts og óhollustu af öllu tagi þá hef ég aldrei verið nógu hrædd, nógu ákveðin að takast á við vigtina sem mjakast (reyndar mishratt) upp á við á hverju ári. Nú er svo komið að ég er 14 kg og þung miðað við hæð og aldur og allt saman. Jebbsí, og ég er búin að komast að því að þessi kíló eru að sjálfsögðu allt saman fitukíló. Svo markmiðið er núna að hafa teljarann fyrir framan augun á mér og öllum hinum sem koma hingað inn svo ég geti asnast til að taka ábyrgð á mínu lífi og minni heilsu. Fyrir jól lækkaði ég þessa tölu úr 17 kg í 12 kg en 2 komu aftur yfir jólin og prófatíðina (úff púff) svo nú er talan í 14 kg.
Það virðist vera ákveðið "trend" að létta á hjarta sínu í bloggheiminum en þetta er ekkert slíkt. Hver sem sér mig veit að ég gæti auðveldlega lifað heilbrigðara lífi, án þess að ég sé einhver offitusjúklingur á barmi örvilnunar.
Nú er bara að drífa sig út, hlaupa fituna af og byggja upp vöðva. Og hvað hef ég sem gulrót núna?
Nú fyrri gulrótin er ferðin mín til Kaupmannahafnar eftir 49 daga. Ef ég ætla mér að versla einhver föt þá er nú betra að passa í þau - ekki satt?
Seinni gulrótin er fyrirhuguð heimsókn til Parísar og hugsanlega Nice seint í sumar. Það væri nú ekki slæmt að geta spókað sig í landi herðatrjánna í bikiní!
Svo, á hverjum fimmtudagsmorgni vigta ég mig og skelli nýrri tölu á hawaii dömuna hérna uppi.
Fylgist með.....
10. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
you go girl!
sagt með tilheyrandi hálshnykk:)
Yes! og fylgir hnykknum líka veifandi vísifingur? Vona það sko ;)
já og stutt í að ég komi í heimsókn! Hvað eigum við að gera saman - fyrir utan að veifa visakortinu mínu? ;)
Babe, I am with you in the fight against the chub,,, we can compare stories of pain... currently it hurts from the neck down!! Rock on!!!!!!!!!!!!!! P.S. We so said we'd go to Finland for Euovision... but it's already sold out! :-( Maybe nect time it's in Scandinavia!! And Nice... how nice! ;-) crack myself up!!
Nice is soooo nice! hehe, and yeah, I remember our little Eurovision dream.. It will come true one day! Maybe we'll be in our fifties and we'll go to Ireland or something... mmm good plan ;D
Glæsilegt hjá þér skvísa nú geta allir mælt þig út þegar þeirr hitta þig.
Go Lára!
... svo gætiru alltaf prófað laxakúrinn, lax 6x á dag :S
Hehe, já þá yrði ég að verða mér úti um allar laxauppskriftirnar úr Stellu í orlofi..
"laxapaté og laxahjarta handa Salomon"
Lýst vel á þig.. verður gaman að fylgjast með Hawaii stúlkunni.
Knús og kossar til þín úr borginni.
Góð!!! Hlakka til að fylgjast með henni færast yfir skjáinn og gangi þér vel:)
Skrifa ummæli