Það er satt - mandarínufíkn mín hefur náð nýjum hæðum.
Á hverju ári, á þessum árstíma, fer í sölur fersk og góð uppskera af mandarínum eða klementínum og á hverju ári er þessi vara keypt í kössum inn á heimilið. Ég heimta það. Öðrum heimilisfólki finnast mandarínur mjög góðar líka, en það kann sig líka. Ekki ég. Hver á fætur annarri hverfa mandarínurnar ofan í maga minn og synda þar saman og hlæja að mér. Ég er farin að skammast mín pínu fyrir þessa fíkn mína og stend mig að því að ljúga að sjálfri mér: "Það er ekkert mikið að borða 5-6 mandarínur á dag" á meðan ég teygi mig í þá sjöundu, já eða áttundu...
Það er sagt að fyrsta skrefið sé að viðurkenna vandann - ég geri það hér með.
18. desember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hehehe, held ég hafi mest náð 13 á einum degi þegar ég bjó í frans, uss, þær voru góðar þar maður og ódýrar. svo var bara tveggja mínútna labb að kaupa þær!
Mmmmmm ég er mandarínu-terminator líka. Fékk jólakortið frá þér gær og dó úr hlátri. Good times;)
He he, það er gott að ég er ekki ein á báti!
Já Tóta, þetta var gott sumar! Ég tala mikið um það hvað það var gaman að vinna á stöð 2 - krökkunum finnst þetta kúl ;)
Á meðan þetta er mandarínu fíkn en ekki smákökufíkn þá máttu bara klappa þér á bakið:D
Skrifa ummæli