Ég fékk pínu hland fyrir hjartað þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að ég á aðeins 5 og hálfan vinnudag eftir fyrir jólafrí. Það þýðir að ég þarf að troða ansi miklum fróðleik í blessuð börnin á morgun og hinn! Svo á ég líka eftir að klára að skrifa jólakortin, skreyta herbergið mitt almennilega, kaupa nokkrar jólagjafir og ákveða hver jólafötin í ár verða !
Það er nú samt ekki eins og aðrir eigi ekki við verri vandamál að stríða þannig að ég ætla ekkert að láta þetta pirra mig.... mikið!
Ég er ekki ennþá komin í jólaskapið mitt. Það verður sennilegast ekki fyrr en á laugardaginn sem það kemur. Ég held við ætlum að fara í jólatrés-leiðangur og svo er líka ein af jólamyndunum mínum á Rúv - Home for the Holidays. Tær snilld og Robert Downey Jr. alveg að brillera... love it.
Biðin eftir barninu heldur áfram, nú er Inga mín komin 8 daga framyfir og ekkert að gerast. Þetta er með þrjóskari krökkum sem ég þekki - alveg eins og pabbi sinn held ég bara ;)
Shout out dagsins fer til Bjössa - þegar kemur að því að hrökkva eða stökkva ertu góður í að stökkva ;) Til lukku með nýja framtíð!
13. desember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Já ekkert jólaskap.. allavega lítið.. eftir að ég horfði á Grinch með Ágú þá kom smá fílingur ;) svo Laugardagurinn er þinn dagur ;)
listinn kemur eftir próf á morgun ;)
knús og kram úr próflestri
Home for the holidays er góð, á hana e-s staðar á spólu, litli dópistinn Robert Downey jr. er alltaf sætur.
Er komin í svaka jólaskap en hef bara engan tíma fyrir það...verð að bíða í 6 daga í viðbót :-)
knús ame
Hæ hæ
Ég ruglaði bara saman stríðnispúkaskapinu mínu og jólaskapinu og þetta reddaðist svona svakalega vel... er að reyna að fá fólk til að fá verstu jólalög allra tíma á heilann.... hehehe
Mary's boy child jesus christ....
Er þetta að virka??
Skrifa ummæli