Á morgun er síðasti dagur ársins. Síðastliðin tvö ár hef ég sett inn uppgjör fyrir árið hérna og tekið talsverðan tíma að semja hann. Þó að það sé gott að rifja upp hvað hefur gerst þá ákvað ég að í ár sleppi ég nákvæmri upptalningu en lista hér nokkrar staðreyndir :
Í ár:
*keyrði ég hringinn í fyrsta sinn
*var ég í 3 vinnum - IKEA, Stöð 2 og MA
*fann ég nýja vini og kvaddi nokkra (en enginn dó samt ;)
*flutti ég aftur heim til Akureyrar
*varð ég 26 ára
*kláraði ég mastersnámið mitt (fyrir utan ritgerðina ;)
*fór ég aldrei til útlanda
*eignaðist ég loksins hönnun eftir Guðjón ;)
*sá ég vini mína eignast börn eða plana börn sem fæðast á næsta ári
Ekki slæmt ár í heildina, missti engann, fjölskyldunni farnast vel, flestum vinum farnast vel og ég hef kynnst nýju starfi. Allt í allt kveð ég þetta ár í sátt og ætla að sprengja það í loft upp með einni Guðríðar-köku sem endist í 40 sek. Vel gert :)
já og p.s. Saddam er látinn - var þetta bara svo að Bush gæti sagt að "the year 2006 was successful" ?
30. desember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli