10. desember 2006

Blogger beta

Jæja,
ég veit ekki hvort ég hafi verið að klúðra einhverju eða hvað... breytti yfir í blogger beta því þeir buðu mér að gera þetta... vonum að þetta fari á besta veg ;)

Ég ákvað í gær að ég þyrfti að hafa eitthvað til að hlakka til næstu mánuðina og pantaði mér far til Kaupmannahafnar um pálmasunnuhelgina. Ég ætla að heimsækja hana Evu Stínu og fjölskyldu, labba um bæinn, fá mér góðan mat og versla eitthvað skemmtilegt. Ég er strax farin að hlakka til!

Ég eyddi helginni í ýmislegt skemmtilegt, fór t.d. í jólahlaðborð á Strikið í gær, skreytti aðeins herbergið mitt, fór í jólaverslunaræðið á Glerártorgi og í Hagkaup en eyddi svo deginum í dag í vinnu. Sem betur fer minnkaði bunkinn talsvert hjá mér, enda bráðum að koma jólafrí.

Shout out dagsins fer til ófædds barns Ingu Bjarkar - viltu drífa þig út? Mamma þín er orðin ansi þreytt á að bíða ;)

Engin ummæli: