Á hverju ári heldur móðir mín skötupartý. Hún kallar þetta reyndar veislu en mér finnst partý flottara. Í ár kemur skatan frá Patreksfirði og henni fylgir einn maður í mat. Ágætis skipti held ég ;) Ekki borða ég skötu en ég fæ mér saltfisk og finnst hann mjög góður. Ég þarf samt að borða svolítið mikið af mandarínum eftir á og drekka helling af vatni.
Ég er búin að pakka inn öllum gjöfum, búin að þrífa og setja hrein jólarúmföt á rúmið, búin að skreyta herbergið mitt og búin að senda öll jólakortin, að sjálfsögðu. Mér líður pínu eins og Bree - ég veit ekki hvað ég á af mér að gera og langar helst bara í hvítvínsglas!
Guðjón komst loks til Íslands og ég bíð með öndina í hálsinum að hann komist til Akureyrar í dag - hann verður að komast því ég hef ekki séð hann í sjúklega langan tíma og við þurfum að hlæja frekar mikið saman. Það er ekki eins fyndið í gegnum síma ;)
Jæja, skatan kallar úr pottinum - lyktin er farin að laumast hér undir hurðina og inn til mín....
23. desember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli