10. nóvember 2006

Lazarus úr rekkju

Hejsan
er búin að vera lasin (og er reyndar ekki alveg full hress ennþá) svo ég hef lítið gert nema legið í bælinu, reynt að sofa þetta úr mér og drekka mikið af vatni.
Í dag drattaðist ég í vinnuna og hélt að ég væri bara hraust en fékk heiftarlegt svimakast og þurfti að flýja úr tíma í morgun - ekki besta tilfinning í heimi skal ég segja ykkur.

Helgin verður sennilegast mjög róleg en það er reyndar vinnupartý á morgun sem ég verð að mæta í ...

vona að þið hafið það betra en ég

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sem þú "verður" að mæta í ???? Huh, eins og það sé eitthvað slæmt?
;) sjáumst þar skvís!

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega Anna! Lára mín þú bara drífur þig í partýið og hefur gaman :-) Og mundu sweet liquor eases the pain :-)
Knús úr hagléli í Rvk,
Anna Margrét

Nafnlaus sagði...

vonandi verðurðu smitfrí á laugardaginn ;) sjáumst þá skvíz

Lára sagði...

hehe takk stelpur.. já ég meinti sko "verð" að mæta í því þetta verður partý aldarinnar og maður má ekki missa af því (enska sögnin must: to really REALLY have to ;)

já og takk AME, það er einmitt snjór hér í morgunsárið :( I think I'll have to buy some liqour....