30. nóvember 2006

makalaus

Ég er að fara á árshátíð nemenda á morgun. Sú fallega hefð að hafa árshátíð skólans á fullveldisdaginn, 1. desember, finnst mér alveg frábær. Við erum svo heppin að í ár lendir sá dagur einmitt á föstudegi og því verður þetta enn ánægjulegra.

Á boðsmiðanum mínum er nærveru minna og maka míns óskað á árshátíðinni. Ég á ekki maka og er því makalaus. Ho ho ho...Alltaf gaman þegar maður man eftir tvíræðum orðum í íslensku, því ekki eru þau mörg.

Fer í klippingu á morgun - hlakka mjög til að snyrta aðeins makkann svo maður verði nú fínn á árshátíðinni og um jólinn.. mig langar ekkert sérstaklega að fara í jólaköttinn!

Lítið að gerast annars, verkefnabunkinn hefur snarminnkað en ég á samt von á fleiri vinnubókum eftir helgina. Vona að ég geti aðeins hvílt mig á sunnudaginn - laufabrauð á laugardaginn!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OOoh you make nice laufabrauð... og elskan hvernig var að taka svona blow up doll sem maki??? Er þetta ekki nákvæmlega eins! ;-) hahahaha! Crack myself up!!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir helgina :*
knús og kram