Ég fór í leikhús á föstudaginn á Herra Kolbert eins og ég minntist hér á og ég verð að segja að það kom mér skemmtilega á óvart. Ég hafði séð brot úr því á N4 rétt fyrir frumsýningu og var með vissar efasemdir en hristi þær af mér eftir 10 mínútur af leikritinu. Þessir leikarar eru ótrúlegir, leikritið sjálft fyndið og örlítið átakanlegt um leið og það stuðar mann í endann. Mæli með þessari sýningu en það er víst bara sýnt fram að jólum. (já og fyrirsögn bloggsins er einmitt úr leikritinu)
Í gær fór ég svo í bíó á Bond og annan eins Bond hef ég ekki séð. Hann er svo mikill karlmaður að mann svimar bara. Ó já! Myndatakan er frábær, mér fannst sagan líka alveg ágæt (þó það truflaði mig pínu að þetta átti að vera forsaga sem gerðist samt í nútímanum.. hmm)og Bond-pían skemmtileg. Mæli með henni, en athugið að hún er 2 1/2 klst.
Er að passa litla frænda minn - bökum piparkökur á eftir, ú je!
19. nóvember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Oh mig langar svo til að sjá þetta leikrit. Hvað ætli þeir sýni það lengi?
Svo þarf auðvitað að sjá Bondarann, við Elvar ætlum að drífa okkur í vikunni, hlakka til.
Góða skemmtun í piparkökunum snúlls. Væri svo til að gera e-ð jóló en er því miður föst fyrir framan tölvuna með skrilljón ritgerðir :-(
knús ame
Hæ skan, þeir hætta held ég að sýna Kolbert 16. desember. En ég skal láta þig vita ef það er vitleysa í mér ;)
Mæli þokkalega með Bondaranum - hann er svooooo sexy.. var eiginlega að humma "Sexy back" með JT allan tímann :D
Gangi þér vel með ritgerðirnar snúlls,
knús, knús knús
Skrifa ummæli