1. nóvember 2006

Það er kalt í G11

Í dag ákvað veturinn að minna talsvert á sig - það er jú kominn 1. nóvember.
Þegar maður er að vinna að mestu leyti í 102 ára gömlu húsi er jú óhjákvæmilegt að það verði pínu kalt í stofunum, sérstaklega þegar það er -6 gráður á hitamælinum. Fyrsti tíminn minn var í hinni alræmdu stofu G11, en þeir sem gegnu menntaveginn í MA vita hvað einfalda glerið í gluggunum er næfurþunnt.

Sem sagt, það er kalt í vinnunni í dag.

Já og það var jarðskjálfti áðan. Ég fann ekki fyrir honum. Damn it.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gjellefu....klassiker :-)
Knús ame

Nafnlaus sagði...

ég heppin að vera í hlýjunni á Hólum svona most of the time. Ég er líka ömurleg. Fann ekki skjálftann :(

Nafnlaus sagði...

Já það er sko ullarsokkarnir í G11 uff úfúff..
En hvað er þetta fundu Akureyringarni svo ekkert skálftann? :D

Lára sagði...

Ame: alveg klassíker sko! Var næstum búin að sækja úlpuna mína ;)

Hehe, já Valla, stundum er gott að vera í nýrri byggingum... en það er bara svo mikill sjarmi í Gamla... en helv.... kalt!

Jú Eva, mamma og fleiri fundu skjálftann, ég var bara á einstaklega slæmum stað held ég ;)

Nafnlaus sagði...

Ég var í G21 og fann hann ekki heldur og þegar krakkarnir voru með einhverjar upphrópanir sagði ég bara að það væri ræstingarkompa í næsta herbergi, það hefði eitthvað dottið þar ;) Þeim fannst það ekki lítið fyndið í næsta tíma.