Fór að Hólavatni á þriðjudaginn með 2-Unaðslegan - umsjónarbekkinn minn. Ferðin gekk mjög vel, þau eru ótrúlega skemmtilegur og samheldinn hópur svo enginn var útundan eða í fýlu úti í horni. Nammið og snakkið flæddi um allt hús og var sykurinn ekki lengi að ná hámarki í blóðstreymi allra þarna inni (mér meðtaldri)svo fjörið stóð langt fram á nótt. Það voru 2 strákar með sem æfa borðtennis svo borðtennisborðið var fullbókað ALLAN tímann. Ég sofnaði út frá þæglegum rythma ka-dúnk-ka-dúnk-ka-dúnk....
Það er búið að snjóa heilan helling á Akureyri í vikunni og við vorum svo heppin að það var mestur snjór á miðvikudagsmorguninn svo við fórum út í snjó-fótbolta, byggðum virki (aðallega ég og nafna mín :) og svo var að sjálfsögðu snjóstríð. Ansi góður sólarhringur og þó maður hafi ekki hvílst mikið var þetta alveg frábært!
Seinni hluti vikunnar var ekki eins góður. Held ég hafi nælt mér í pest eða vöðvabólgu eða einhvern andskotann því ég var með stöðugan hausverk og illt í maganum alveg þangað til í gær. Líður nú mun betur og er einmitt á leiðinni upp í skóla til að fara yfir fleiri vinnubækur.
Vil nota þetta tækifæri og biðja alla afsökunar á því að hafa ekki hringt/skrifað/bloggað/commentað undanfarið en þetta er eitthvað að vefjast fyrir mér... ég lofa bót og betrun. ´
Hey já, Icelandair ætlar að fara að fljúga til Halifax og Heimsferðir fljúga til Montréal á næsta ári!!! Jei!! En getur enginn flogið til Toronto? Þaðan er nefnilega bara 1 og 1/2 klst akstur til Peterborough ;D
29. október 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli