8. október 2006

Greifapizza, Brynjuís og Jólahúsið

Afrek helgarinnar:
*Ég hef unnið hina ungliðana í Trivial
*Ég hef étið á mig gat
*Ég hef gengið vel á birgðir hvítvíns frá Ástralíu
*Ég hef hlegið meira en góðu hófi gegnir
*Ég hef lært 3 ný "klöpp"
*Ég hef lært að kannski var Epli einhvern tímann ritað "Eppli"
*Ég hef lært að skilja þakglugga aldrei eftir opna - þú veist aldrei hvað/hver getur dottið í heimsókn ;)
*Ég ákvað að labba Laugarveginn næsta sumar í góðum hópi
*Ég horfði á fólk keppa í þrekþrautum og fannst það skemmtilegt

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vel það!! Ég eyddi helginni í að skrifa ritgerð um strúktúral realismakenningu Kenneth Waltz, spennó. Fór þó mat til twisted sister og horfðum á prime. Uma Thurman gegt sæt og meryl streep alltaf góð. Þurfum að fara að heyrast. Hringdi á fimmtudaginn þegar ég átti að vera að læra fyrir próf en það svaraði enginn svo ég leit á það sem tákn frá æðri máttarvöldum um að ég ætti að læra meira. Klár ég :-)
Knús í bili, Anna Margrét

Lára sagði...

Góð! Þú ert svo klár ;) Já við þurfum endilega að heyrast. Ég reyni kannski að hringja í þig í kvöld þegar ég er búin að gera allt sem ég þarf að undirbúa!!

Nafnlaus sagði...

líst vel á það. Ég verð bara heima í kvöld að læra, er lónlí blú görl; elvar í lyon á ráðstefnu :-( knús ame

Nafnlaus sagði...

já hérna hér... bara rosa mikið í gangi hjá þér... meanwhile... down South... I got nusink... nusink!

Nafnlaus sagði...

Hæhæ hlakka lakka til að fá þig til mín :D
Tökum reykjavíkur pakkann á þetta þá helgina ;)
knús knús

Nafnlaus sagði...

Bezzuð og takk fyrir síðast!
Þú gleymdir að nefna að þú hafi farið á öldurhús bæjarins og orðið vitni að takmörkuðu úrvali bæjarins....
Þrekmeistarinn hækkaði fegurðarstuðul karlpeningsins alveg ótrúlega mikið.... :)
O

Nafnlaus sagði...

Hláturinn lengir lífið :)

Og hvað/hver datt inn um þakgluggann? Don't leave us hanging!

Indy

Nafnlaus sagði...

Það var endalaust gaman hjá okkur um síðustu helgi, takk kærlega fyrir mig. Garún litla heldur því fram að "hnerrinn" á matseðlinum á Greifanum hafi lagt hana í bælið en hún er búin að vera veik alla vikuna :( litla greyið. Takk aftur fyrir skemmtilegheitin!!

Lára sagði...

Hehehe, Olla og Maja: þessi helgi var schnilld! Ég er að vinna í því að kenna öðrum "klöppin" :D

Indy: það datt maður inn um þakglugga - eða réttara sagt fótur af manni ;) Þetta gerðist hjá vinkonu minni en ekki mér samt - sem betur fer!

evon: hlakka líka til að sjá þig - verður gegt stuð ;D