13. nóvember 2006

Laugardagskvöldið, snjókoman og stílarnir

Jahá!
Partýið á laugardaginn var einstaklega skemmtilegt og vil ég þakka henni Hóu sérstaklega fyrir gestrisnina! Við vorum 10 sem vorum svo fræg að fara niður í bæ og tjútta lengur en hinir og við tókum Kaffi Akureyri með stormsveipi.
Frábært kvöld í alla staði og var ég ansi þreytt í gær eftir að hafa drattast heim þegar búið var að kveikja ljósin á Kaffi Ak.. sjaldan er maður jafn ljótur og akkúrat þá!

Er búin að jafna mig á veikindunum og var að spá í að skella mér í sund en það er bara brjáluð snjókoma og búin að vera í allan dag! Sundlaugin verður einhvern vegin köld af öllum þessum snjó.. held ég ;)

Sit við vinnuborðið mitt og hamast við að fara yfir stíla um Hr. Smith og Hr. Williams. Hlakka til að fara heim á eftir og hvíla mig aðeins meira...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já maður, skemmtilegt partý sko! Þó ég hafi ekki haldið út þar til ljósin voru kveikt!

Verðum að endurtaka þetta við tækifæri!

Nafnlaus sagði...

það er líka pínu snjór hérna en maður er ekki að fara út að skemmta sig í svona veðri! ;-) knús...

Nafnlaus sagði...

Vá þú hefur sem sagt náð meatloaf syrpunni, grease syrpunni, britney lögunum og öllum hinum gæðalögunum sem Siggi Rún spilar ;-) knús anna margrét

Lára sagði...

He he AME: hann er hættur að spila á kaffi ak en nýji dj-inn var frekar slakur!

Lisa: you can ALWAYS party (remember Halloween?!?)

Já Anna, þetta var tjútt ársins, án efa... gerum þetta aftur við tækifæri en ég held ég fari aðeins rólegar í hvítvínið ;)