já, bara annar í jólum mættur og ekkert lát á áti!
Ég er búin að eiga alveg frábær jól, mikið að gera og ansi margir pakkar að opna þegar einn 2ja ára gutti er með manni!
Ég fékk gönguskó frá foreldrum mínum og get því þrammað sómasamlega upp á fjöll með Maríu Erlu framvegis ;)
ég fékk líka handklæði og bók og föt frá systrum minum og Ágústi Óla; fallegan leirdisk frá Lisu; The Nightmare before Christmas á DVD frá Guðjóni og svo ofsalega fallega ljósaseríu frá mömmu og pabba líka. Góð jól, allt í allt :)
Eyddi síðan deginum í gær í algjörri afslöppun og fjölskyldu jólaboð sem í ár var haldið heima hjá mér. Át og át og held ég þurfi að fara í saltlosun eftir jolin - pissa þessu öllu út úr mér!
í dag er ég svo að leika mér og lesa bækur- held ég kíki aðeins í kökudallinn og bæti smá í átsafn dagsins í dag
hafið það gott!
26. desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég fer í megrun á morgun - búin að borða allt sem til er í húsinu og það er ekkert annað að borða. En samt "in keeping with the tradition of my family" ef ég fer í megrun ég bæt við að minnsta kosti eitt kíló í viðbót... á ég ekki þá að sleppa það og borða meira?? Decisions, decisions! ;-)
Hæ elsku Lára, takk æðislega fyrir pakkann, vissulega var hann mjúkur en mömmu finnst peysan alveg meiriháttar og hún passar svo fínt og vettlingarnir líka. Hafðu það gott á Akureyri, þetta er víst bær bæjanna ef marka má hana gömlu sem dásemar eyrina út í eitt, hún þröglar um bleika drykki, dass, gettóið, vialucis, oddeyrarskóla, gaggalagið, snúða og ég veit ekki hvað!!
oo takk Óskar minn og ég bið kærlega að heilsa mömmu þinni ;) gott að ykkur líkar peysan og að hún passar :)
já gettóið er málið - held ég verði að skella í mig einum bleikum drykk áður en ég fer aftur suður
hæ mín kæra - hlakka til að þramma esjuna eins og sannir göngugarpar :) var svo að horfa á jack osbourne - adrenaline junkie og leist svona helvíti vel á fjallgöngurnar sem hann var í .. massa flott alveg ;) one sweet day lára .... þá kemur þetta hjá okkur!
Skrifa ummæli