það er alltaf jafngott að komast heim í smá afslöppun, gleyma símanum svo klukkustundum skiptir og hafa það bara býsna notalegt.
Vorum að enda við laufabrauðsskurð og er afraksturinn 220 kökur, skornar, steiktar og í stöflum takk fyrir! Fyndið hvað maður missir hugmyndaflugið eftir svona 10 kökur - þarf að kíkja á hvað hinir eru að gera til að starta því upp á ný.
í nótt snjóaði svo mikið að mér fannst ég vera stödd í White Christmas.. vantaði bara Lisu til að syngja "Sisters" lagið fyrir mig ;) hef nú samt ekki hætt mér út fyrir dyr - langar ekki að blotna í fæturna.
annars fór ég einmitt að pæla í laufabrauðinu, og ákvað að það væri lembas brauðið í LOTR.. maður getur borðað pínulítið af því og orðið frekar saddur.. ó já..
er að fara að dansa með litla frænda mínum við jólalög...
3. desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
"Sisters, sisters, there were never such devoted sisters!" :-) heyrðu... er hægt að panta eitt laufabrauð hjá þér, ha?? Þú getur ekki talað um mat án þess að láta mig smakka!!! En það byrjaði að snjóa aðeins hér í dag líka en það er alls ekki "White Christmas feeling"... frekar svona "windy city feeling"! Heyrðu ég hringi í þig á morgun for a smá chat... :-)
yeah yeah, hljómar vel! ég fer á Harry Potter kl 6 samt, þannig að þá svara ég ekki!!
ok var að koma heim rétt fyrir kl 6 svo ég hringi í þig í kvöld... vona að Harry sé í fínu formi!! :-)
Skrifa ummæli