þessi listi er alveg að fara með mig! er nú reyndar búin að svara öllum hingað til en það var hreinlega ekki eins auðvelt og ég hélt! en svona er þetta.. á maður einmitt ekki að hrista aðeins upp í sálinni og minninu annað slagið og hætta að taka fólk og hluti sem sjálfgefna eða sjáfsagða? jú ég held það.
Fór á laugardaginn í stelpuferð með Salóme, Ólöfu og Steinunni sem byrjaði kl. 10 um morguninn heima hjá Ólöfu. Það var ennþá dimmt úti og við vorum allar sjúklega þreyttar. Eftir spjall og slúður löbbuðum við svo upp laugarveginn og heim til foreldra Ólafar til að ná í jeppann sem beið okkar þar. Brunuðum við svo í Bláa Lónið og vá vá vá! Ég var bláa lóns 'virgin', hafði sem sagt aldrei komið þarna og fílaði mig í tætlur! Við vorum ofaní í einn og hálfan tíma og fórum í gufu, skelltum á okkur leir, fórum í fossinn og löbbuðum/syntum um allt lónið.. snilld.
Þegar rúsínuputtarnir voru orðnir hrikalegir ákváðum við að skella okkur í mat í Grindavík og enduðum á lítilli krá sem heitir Lukku Láki og fengum við okkur geðveika hamborgara. Þessi staður var líka tær snilld - tónlistin alveg á fullu og körfuboltaleikur í sjónvarpinu. Við vorum einu gestirnir og fengum því mjög góða þjónustu.
Nú ég þurfti að fara í vinnuna þannig að við brunuðum aftur í bæinn þar sem ég eyddi fjórum klukkutímum í að afgreiða allt of fáa :) Svo hittumst við aftur hjá Ólöfu um 11 leytið og blönduðum Pina Coladas og enduðum á Celtic um 2 leytið um nóttina.. stuð stuð stuð og meira stuð langt fram á nótt en allt endaði vel og allir komust heilir á höldnu heim :)
Í gær skrifaði ég svo meira í ritgerðinni minni, bakaði smá súkkulaðibitakökur og fór í vinnuna þar sem var brjálað að gera nánast allan tímann!
Í dag er ég svo í fríi og er að klára ritgerðina mína þannig að ég ætti kannski að hætta að bulla hérna.. En ég þarf reyndar að svara tveimur spurningum:
ég er 1.64 á hæð (samkvæmt vegabréfinu mínu - hef ekki mælt mig í mörg ár)
ég held að fótfestan mín sé blanda af nokkrum hlutum, þannig að ef að einn þeirra klikkar þá er alltaf eitthvað annað sem tekur af manni fallið. Til dæmis reyni ég að trúa á sjálfa mig og þykja vænt um sjálfa mig. Ef að það bregst (svona eins og getur gerst) þá trúi ég því að það sé alltaf í það minnsta ein manneskja sem trúir á mann eða þyki vænt um mann. Það er ekkert endilega sama manneskjan gegnum alla okkar ævi en það er alltaf einhver.. þannig að allir eru elskaðir af einhverjum og það er alltaf einhver sem trúir á mann.. þannig að það er allt í lagi ef manni skrikar aðeins fótur - það er alltaf einhver sem hjálpar manni.
vona að þetta svari einhverju :)
19. desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég vissi ekki að þú hefðir ekki farið áður í Bláa Lónið..jæja það er bara eins og ég að hafa ekki farið Gullna hringin.. Gangi þér nú vel að klára ritgerðina ekkert betra en að vera búin og loks 1 og hálfs mánaðartörn í lestur búin að skila sér að einhverju leiti á blað ;)
Sjáumst í fyrró :*
Ég vissi ekki heldur að þú hefðir aldrei farið í Bláa lónið... where have you been Lára?? :-) Það er bara eitt sem pirra mig þegar ég fer þangað og það er hárið á eftir... það tekur alltaf 48 tíma að losna við that sulphur feeling... næst þegar ég fer ætla ég að nota sundhufu! ;-)
tíhí, já ég bleytti bara hárið með hárnæringu og setti það í hnút uppi á höfðinu og þá var það allt í lagi!
takk eva mín já við sjáumst í fyrramálið ;)
ehemm..... ég er 1.63 samkvæmt mínu vegabréfi. ég ætla að leggja inn kvörtun *grrr*
takk annars fyrir hlý og skemmtileg orð .. og svarið maður ... flott svar ;)
takk maría mín.. maður verður að reyna, er það ekki? ;)
knús knús
Skrifa ummæli