fyndið hvað það kemur alltaf betur og betur í ljós hvað maður á margt sameiginlegt með vinum sínum. Ég var að tala við vinkonu mína í gær um allt og ekkert og þá fer hún allt í einu að segja mér hvað henni finnst hún vera að upplifa annað lífið sitt, þ.e. að síðastliðið ár hafi hún fundið fyrir því að hún sé í raun að byrja upp á nýtt en samt með allt hitt í grunninn.
Alveg skyldi ég nákvæmlega hvað hún var að fara! Mér finnst einmitt eins og ég hafi byrjað líf númer 2 eða Lára: part two þegar ég flutti aftur suður fyrir rúmu ári. ÉG veit ekki af hverju það er endilega núna sem ég er að byrja annan kaflann.. kannski tengist það 25 ára afmælinu.. kannski því að ég var búin að búa úti og svo heima á akureyri og ná nokkurri sátt við sjálfa mig. Alla vega, þá er líf númer 2 í fullum gangi og ekkert betra en að vera til!
Ég bakaði einmitt smákökur í gær, Bounty toppa.. mmmmm kókosmjölið flæddi um bekkinn hjá mér og ofninn malaði alveg á fullu á meðan ég setti alla jóladiskana mína í spilarann og stillti í botn.. alltaf gaman að fá smá jólastemming í húsið..
vona bara að nágrannarnir hafi verið sama sinnis!
Í dag er ég svo að læra og þarf að vinna seinna... vissuð þið að IKEA er nú opið til kl. 22:00 öll kvöld fram að jólum?? veivei! ;)
8. desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
She's quite a philosopher that friend of yours! :-) Mér finnst það bara sniðugt... og gangi þér vel með part two. Ég vona bara að þú ert enþá á að baka í part three og mig hlakka til að sjá hvernig við verðum þá... gamlar konur að djamma í bænum og að hangja í kaffihús um helgar!! Heyrðu, ég skal baka næst... ég er með frábært kex uppskrift sem þú verður að smakka.
ertu ekki soldið kreisí að vera svona mikill IKEA fan og fara svo að vinna þar? ég meina, færðu ekki algjört ógeð á endanum??? :Þ
yes yes Lisa, við verðum eins og Pats og Eddie, always a party!
líst vel á kökurnar, namm namm!
hmm, nei Ingibjörg, það er eiginlega alltaf jafn gaman að fara í vinnuna og geta svo sagt við viðskiptavinina "já ég á sko svona og það bara sér ekkert á þessu sko, það er svo gott í þessu" :)
Er þetta þá ekki bara allt annað líf?
Það er verst að ég skuli ekki vera nær, ég er voðalega hrifinn af smákökum, sérstaklega fyrir jólin.
Annað líf: fyrir og eftir IKEA??
Skil hvað þú meinar, þegar ég hugsa bara 2 ár tilbaka þá man ég ekki hvað ég hugsaði eða pældi í!! Skrýtið.
Jólakveðja úr köben, get ekki beðið eftir að fá jóladiskinn sem ég pantaði á skífan.is, þá verður jóla jóla jóla
oo já, smákökur gera manni auðveldara að vakna í desember! já og eva stína, ég var einmitt að ganga frá pakkanum til óskars áðan, er bara að bíða eftir jólakorti frá guðjóni til að lauma með í pakkann! vei!!
Skrifa ummæli