Ó já!
Eva litla systir mín er snillingur! Hún lagðist á vef Icelandexpress og náði að herkja út flug fyrir okkur á pínkupons pening í október!! reyndar fer hún út á föstudeginum 14. og ég fer á laugardeginum 15 en það er bara fínt!! Við ætlum svo að koma aftur heim á þriðjudeginum 18. þannig að þetta verður alveg sjúkt! Nú þarf ég bara að finna út hvað ég má eyða miklu :D
Helgin var annars svakafín, notaði laugardaginn í að kíkja í Smáralind á systur mína og villast í strætó (aldrei að skipta um skoðun á síðustu stundu!!) og tók því svo úber rólega um kvöldið og sá 2 myndir í sjónvarpinu. Gærdagurinn fór svo að mestu í lærdóm og eldun á kvöldmati og tiltekt eftir helgina, hehe..
Í dag náði ég svo þeim snilldarárangri að sofa yfir mig og missa af Hollívídd tímanum en ég reddaði því bara.. Vikan framundan er aðeins minna pökkuð en sú síðasta, er reyndar að fara í vinnuna í apótekinu í dag og skólann aftur OG svo hitta þýðingastelpurnar á Súfistanum en það er bara skemmtilegt :)
ok, ætla að kíkja á hótel og hostel í london.
26. september 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Újé here we come.. Það má búast við skemmtilegri ferð hjá okkur hehe.. er alveg að missaða hérna.. var að gera verkefni og ég hreinlega gat ekki pikkað rétt á tölvuna af spenningi hehe... Eigum etta skilið
Til hamingju systur, góða ferð og góða skemmtun. Kveðja, mamma
Þú tékkar á öllum flottu búðunum og segir mér svo frá þeim...pældu hvað það væri mikið snilld ef við færum sömu helgina til London baby. Annars er ég bara búin að ákveða að ég ætla í urbanoutfitters en ég verð náttúrulega að fara að tékka á fleiri búðum...þetta er náttla bara engin frammistaða hjá mér;-) Knús Anna-Margrét
Æðislegt hjá ykkur, og bara tæplega 3 vikur í þetta!
Takk fyrir gott spjall í gær,
kv.
Eva Stína
Vá, hvað ég öfunda ykkur...´
Magnað að hafa náð miðum á þessu tilboði!
(Lá einmitt á netinu i fyrra þegar 18kr tilboðið var...og tókst:)) Húrra! fyrir góðum tilboðum til skemmtilegra borga!
Húrra, húrra, húrra, húrra!!
-þið veeerðið að kaupa ykkur massa stóra hatta og standa ofan á götukorti...bara svona upp á stemninguna!!-
Nákvæmlega!! takk allar saman fyrir kveðjurnar.. ég hlakka sjúklega mikið til :)
London... groovy baby!! You have to shop on Oxford Street, say hi to the Queen... but most importantly... and I mean most importantly... I am gonna need a box of Tetley tea bags! ;-) I'll explain when I see you!
Klukkuð! Kíktu á síðuna mína ef þú veist ekki um hvað málið snýst..
Bytheway..til hamingju með londonarferðina;)
Skrifa ummæli