19. júní 2005

the motorcade

ok,
flottir 14 ökumenn formúlu 1 sem ákváðu að keppa ekki vegna deilna um dekkjaskipti! Keppnin reyndist lítilfjörleg með aðeins 6 bílum og voru ferrari menn frekar sauðslegir á svipinn á pallinum og blaðamannafundinum en þeir náðu þó að vinna og ná í nokkur stig - hvort sem þau voru ódýr eða ekki...

góð helgi er að baki, náði að slappa af í bústaðnum í nótt og er nú loksins búin að hvílast nóg til að takast á við síðustu vinnuvikuna mína hérna á akureyri. fer til læknis á morgun út af svimaköstum sem eru búin að gera mér lífið leitt undanfarið, örugglega bara járn eða blóðskortur..

sjáum til, sjáum til...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hmmm ... eða bara hitinn?? djók. finnst ótrúlega fyndið að um leið og hitinn fer upp í 18stig þá hnígur fólk niður hægri vinstri!

Lára sagði...

hmm já, það er nú ekki svona heitt hérna á akureyri, ahemm :)