27. júní 2005

Adjessell

HÚRRA FYRIR MÉR!

er komin í þokkalega gott ADSL samband hérna í íbúðinni minni.. sit við fallegu tölvuna mína, opið út á svalir, guðjón að sauma og bara fínt..
Ferðin suður gékk sem sagt vel, flugið var rock solid, varla hristingur né pomp til að ræða. Gat samt ekki sofnað þegar ég var loksins komin upp í rúm og var þar af leiðandi sjúklega þreytt í vinnunni í dag.. sem betur fer var ekki mikið að gera :)

fínt að vera komin aftur suður þó svo að það verði skrýtið að hitta ekki restina af fjölskyldunni á hverjum degi eins og áður var.. hef mörg og mikil plön fyrir afgang sumarsins hérna í höfuðborginni, meira að segja verkefni sem ég kýs að kalla "tourist for the day" og skýrir sig eiginlega sjálft :)

ætla í bað, reyna að slappa af, er allt of spennt eitthvað..

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ,takk fyrir samveruna á Akureyri. Hlakka til að heyra fréttir úr 101.
Kveðja, mamma.

Lára sagði...

takk mamma mín! er búin að breyta nafninu aftur í 101 og nú verð ég sko dugleg.. ekki annað hægt þegar maður er með svona góða tengingu ;)