Jæja, ég er búin að vera svo heilsusamleg í dag að ég er búin að hrista af mér slen vikunnar! Búin að vera ómöguleg í 4 daga, þreytt, pirruð og allt of erfitt að drífa sig út á morgnanna... en ekki lengur!
Byrjaði að sjálfsögðu á göngutúrnum með póstinn og tókst að koma þjófavarnarkerfinu í Erotica shop í gang. svalt. Hitti svo gamlan bekkjarfélaga úr Oddeyrarskóla, Andra Rafn! alveg þekkti hann mig og ég hann, fyndið alveg.. Svo skellti ég mér í sund og synti 1km, bringu- og bakskriðsund alveg í bland (ég er að batna Mæja) og fékk mér svo rosalega hollt í matinn. Er núna í Árnagarði eftir velheppnaðar ferðir á bókasöfnin mín og göngutúr í skólann. hananú! Er full af orku og staðfestu.
Er boðin í 2x25 ára afmæli á morgun til Erlu Maríu og Örnu þannig að helgin virkar spennandi.. kyss kyss
27. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gott hjá þér stelpa, ánægð með þig;) Örugglega þynnka hjá þér eftir tjúttið, ef ég þekki mína rétt:) Kveðja Inga & Einar
Þú ert meiri byllifyttan....gamalt fólk á ekki að drekka of mikið...
Einar hinn kúgaði
Skrifa ummæli