Ok, veit ekki hvort það eru einhverjir handboltaáhugamenn sem lesa þetta blogg en ég læt vaða. Hver tók þá ákvörðun að það kæmi svona riddaraliðs da-da-da-da-DA-da-DA-da-daaaaa alltaf þegar íslenska liðið skorar mark? Og mission impossible þegar þurrkaður er sviti af gólfinu? Sé fyrir mér lítinn túnisbúa hlaupa inn í svörtum fötum með headset og litla moppu, ímyndar sér að hann sé Tom Cruise á örlagastundu...
Komst líka að því í vikunni að það er erfitt að synda bakskriðsund nema maður hafi sérbraut útaf fyrir sig. Gömlu kallarnir úr elliblokkunum í nágrenni Sundhallarinnar synda baksund old-style og líta út eins og krossfiskar – og taka jafnmikið pláss. Þeir eru krútt en plássfrekir þannig að ég bíð þolinmóð eftir margra hæða sundlaugum...mmm...
Hjartað mitt fer þó út til vinkonu minnar sem í dag þurfti að jarða pabba sinn eftir langa sjúkralegu. Það er engin leið til þess að skilja sársaukann og sorgina sem fylgir því en ég kveiki á kerti fyrir þau bæði og vona að hugsanir mínar styrki hana á erfiðum tímum.
26. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli