Þessa snilldar setningu lét ég út úr mér í IKEA þar sem við leituðum að ávaxtaskál til að hafa á eldhúsborðinu – geri aðrir betur.
Helgin var fín, frekar viðburðarlítil en náði þó að sjá The Incredibles í bíó á laugardaginn og synda 1 kílómeter sama dag.. hehe. Þessi mynd er snilldarverk, bæði í söguþræði og eins hvernig hún er gerð. Sjaldan séð jafn vel teiknaða mynd og þessa – a+ segi ég bara. Ég og Guðjón höfum tekið upp heilsusamlegt líferni, Rúnari til mikillar armæðu enda neyðist hann þá til að vera heilsusamlegur með okkur. Borðum hollan mat og slepptum meira að segja að fá okkur pylsu í IKEA þrátt fyrir lokkandi ilminn þar sem við stóðum í allt of langri röð.. alltaf raðir þegar útsölur eru.
Náði að klára fyrstu bók ársins nefnilega Little Earthquakes eftir Jennifer Weiner. Þetta er ekta stelpubók en þó ekki meðfullkomnum “happily ever after” endi heldur meira svona um hvernig lífið er – enginn sykurbráð ofaná þessari takk. Er alveg að klára Bítlaávarpið og sé fram á að geta byrjað á einhverju spennandi á næstunni (þ.e. ef skólinn tekur ekki öll völd af manni).
Byrjaði í skólanum í morgun – íslensk setningarfræði.. já. Veit að þetta er örugglega skemmtilegt inn við beinið en ég gat ekki í dag séð lengra en skinnið og efsta fitulagið.. vonum það besta..
10. janúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gott ad heyra ad allt gengur vel. Vid hofum tad gott i USA. Erum ad kanna umhverfid i kringum hotelid og fundum tetta internetkaffi. Heyrumst sidar. M og P
blessuð...þú hefur verið tilnefnd sem fulltrúi 4AB í undirbúningsnefnd fyrir 5 ára útskriftarafmælið :) ...endilega kíkktu á vefinn http://blog.central.is/ma2000
kveðja rósa maría
ja hérna.. ég verð nú reyndar í reykjavík í allt sumar en ég skal reyna mitt besta.. kíki á bloggið
Skrifa ummæli